Miðvikudagur 20.01.2016 - 16:19 - Ummæli ()

Hneyksli

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans seldi sérvöldum aðilum Borgarhlutinn á sérstökum kjörum og afsalaði bankanum jafnframt rétt á viðbótargreiðslum. Var hann að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar, sem á bankann?

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans seldi sérvöldum aðilum Borgarhlutinn á sérstökum kjörum og afsalaði bankanum jafnframt rétt á viðbótargreiðslum. Var hann að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar, sem á bankann?

Orðið á götunni er að sífellt komi betur og betur í ljós hvers konar hneyksli var á ferðinni þegar Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í kortafyrirtækinu Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til útvalinna fjárfesta sumarið 2014. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði til í dag að fram fari opinber rannsókn á sölunni. Það voru orð í tíma töluð.

Nú er komið í ljós að til verður gífurlegur hagnaður íslensku kortafyrirtækjanna vegna yfirtöku Visa International Service á Visa Europe. Morgunblaðið skýrði fyrst frá þessu í dag í forsíðufrétt. Að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins nemur hagnaður íslensku kortafyrirtækjanna vegna viðskiptanna vel á annan tug milljarða króna.

„Landsbankinn, sem er í 98 prósenta eigu íslenska ríkisins, seldi umræddan hlut sinn í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgun slf. bakvið luktar dyr, án þess að gefa öðrum áhugasömum fjárfestum tækifæri til að bjóða í hlutinn. Söluferlið var harðlega gagnrýnt, og þá sagði Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans í fyrra, að betra hefði verið að auglýsa hlutinn til sölu og selja í opnu og gagnsæju ferli.“ segir í frétt Ríkisútvarpsins um málið.

Þar segir ennfremur: „Á síðasta aðalfundi Borgunar hf., sem haldinn var í febrúar á síðasta ári, var ákveðið að greiða hluthöfum félagsins 800 milljónir króna í arð vegna rekstur þess á árinu 2014. Var þetta í fyrsta skipti að greiddur var út arður úr félaginu síðan árið 2007.“

Á fréttavef DV segir um málið í dag:

„Ef greiðslan til Borgunar mun til dæmis verða um þrír milljarðar króna þá er ljóst að hlutdeild fjárfestahópsins í þeim verðmætum mun nema um milljarði króna. Hópurinn samanstóð meðal annars af Stálskipi, Einari Sveinssyni, fjárfesti og föðurbróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, og Óskari Veturliða Sigurðssyni, fjárfesti og núverandi stjórnarmanni Borgunar.

Orðið á götunni er að kallað hafi verið eftir opinberri rannsókn af miklu minna tilefni en þessu.

 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is - fyllsta trúnaðar gætt.
«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is