Þriðjudagur 24.01.2017 - 14:06 - Ummæli ()

Fagmaður á ferð

SigurdurMarJonssonOrðið á götunni er að ekki hefði getað fengið betri staðfesting á fagmennsku Sigurðar Más Jónssonar, blaðafulltrúa ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og síðar Sigurðar Inga Jóhannessonar, en með tilkynningu forsætisráðuneytisins í morgun.

Hún hljóðaði svo:

„Ríkisstjórnin samþykki í morgun tillögu forsætisráðherra um að Sigurður Már Jónsson, blaðamaður, gegni áfram stöðu fjölmiðlafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Sigurður Már er ráðinn til starfans á grundvelli 1. mgr. 22. gr. laga um Stjórnarráð Íslands og hefur aðsetur í forsætisráðuneytinu.“

Sigurður Már, sem er einn reyndasti blaðamaður landsins og fv. varaformaður Blaðamannafélagsins,  naut þannig ekki einungis trausts Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í störfum sínum, heldur einnig nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.

Það verður að teljast nokkuð vel af sér vikið, á þessum síðustu og verstu tímum.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is - fyllsta trúnaðar gætt.
«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is