Miðvikudagur 01.02.2017 - 09:37 - Ummæli ()

Vestmannaeyingar þurfa sálfræðing!  

ellidiFólk um allt land á það til að slasast og veikjast og þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Og það sem meira er, konur á landsbyggðinni verða barnshafandi til jafns á við þær sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Náttúran gerir víst engan greinarmun eftir búsetu.

Í ágætri grein eftir bæjarstjórann í Vestmannaeyjum í Fréttablaðinu á dögunum, fer hann yfir það afleita ástand sem skapast hefur í Eyjum vegna takmarkaðrar þjónustu á heilbrigðissviðinu. Konur geti ekki fætt í heimabyggð og loka þurfi veitingastöðum af þeim sökum. Segir svo í lok greinar að „…við [Vestmannaeyingar] trúum því að nýkjörnir þingmenn og nýr ráðherra leggi okkur lið í baráttunni.“

Ný stjórn hefur eiginlega nú þegar svarað bæjarstjóranum. Forsætisráðherra og flokksfélagi bæjarstjórans sagði eftirfarandi í stefnuræðu sinni:

Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar um að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif.“ 

Bæjarstjórinn ætti því að líta í eigin barm og hugsa sinn gang. Þessi skortur á heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum er ekki raunverulegur. Hann grundvallast á ímyndun bæjarstjórans; hughrifum.

Orðið á götunni er að í raun þurfi Vestmannaeyingar ekkert á aukinni læknisþjónustu að halda, heldur miklu frekar sálfræðingi til að leiðrétta þessi hughrif.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is - fyllsta trúnaðar gætt.
«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is