Mánudagur 27.02.2017 - 17:03 - Ummæli ()

Úlfar næsti stjórnarformaður

Úlfar Steindórsson í Toyota.

Orðið á götunni er að Úlfar Steindórsson, aðaleigandi og forstjóri Toyota á Íslandi, verði að líkindum næsti stjórnarformaður Icelandair Group, en aðalfundur félagsins verður haldinn á næstunni.

Blásið hefur um félagið á markaði að undanförnu og Sigurður Helgason tilkynnti í dag að hann sækist ekki eftir endurkjöri í stjórn. Sigurður hefur verið formaður stjórnar Icelandair frá árinu 2009, en var auðvitað forstjóri félagsins um langt árabil.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar í gær kom fram að sex gefi kost á sér til setu í stjórn Icelandair. Auk Sigurðar ákvað Magnús Magnússon að gefa ekki áfram kost á sér.

Þau eru Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Georg Lúðvíksson, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Ómar Benediktsson, Tómas A. Tómasson og Úlfar Steindórsson.

Af þessum sex nöfnum eru möguleikar Tómasar (Tomma í Búllunni, áður Tommaborgurum) taldir langsóttastir. Georg, frumkvöðull í Meniga, nýtur stuðnings Stefnis og lífeyrissjóða og ýmsir hluthafar hafa teflt fram Ómari með sína reynslu af flugrekstri til að taka til hendinni. Lífeyrissjóður verslunarmanna leggur áherslu á að Úlfar verði stjórnarformaður og verður að teljast líklegt að það gangi eftir. Hann er núverandi varaformaður og hefur mikla reynslu af stjórnarstörfum, auk þess sem hann á sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is - fyllsta trúnaðar gætt.
«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is