Mánudagur 25.09.2017 - 11:28 - Ummæli ()

Átök í Valhöll

Orðið á götunni er að harkalega sé tekist á að tjaldabaki í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins.

Gífurlegur hiti varð kringum landsþing SUS á dögunum og ganga alvarlegar ásakanir og hótanir um kærumál á víxl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins og nú varaformaður, beitti sér mjög harkalega á þinginu og ríkir mikil reiði í hennar garð hjá fjölmörgum sjálfstæðismönnum, ekki síst stuðningsmönnum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.

Skammt er til kosninga. Hugmyndir hafa verið uppi um að stilla upp óbreyttum listum frá því í kosningunum fyrir ári síðan og margir vilja fara þá leið til að tryggja friðinn. Þá færist Brynjar Níelsson upp í fyrsta sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu, enda hefur hann verið oddviti allt frá ótímabæru fráfalli varaformannsins Ólafar Nordal.

En sjálfstæðiskonur segja ekki koma til greina að karlmenn verði oddvitar í öllum kjördæmum flokksins í kosningunum. Bjarni Benediktsson í kraganum, þeir Guðlaugur Þór og Brynjar í Reykjavík, Haraldur Benediktsson í Norðvestur, Kristján Þór Júlíusson í Norðaustur og Páll Magnússon í Suðurkjördæmi.

Allt eru þetta sterkir forystumenn flokksins og ekki tilbúnir að gefa sín sæti eftir baráttulaust. Um þetta verður tekist í dag og næstu daga í Valhöll, enda er lítill tími til stefnu.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is - fyllsta trúnaðar gætt.
«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is