Miðvikudagur 03.01.2018 - 15:35 - Ummæli ()

Möguleg magalending

Orðið á götunni er að Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrum eigandi Landsbankans, muni taka yfir flugfélagið WOW fyrr en síðar á þessu ári. Björgúlfur er sagður hafa ábyrgst 10 milljarða króna lán til Skúla Mogensen, en flugfélag hans er sagt standa á brauðfótum vegna fjárfestinga undanfarið, bæði á nýjum flugvélum sem og uppbyggingu hótels á Kársnesi í Kópavogi. Þá hefur gengið treglega að semja við flugfreyjur- og þjóna, sem neituðu að samþykkja kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Háflug WOW undanfarið gæti því skilað sér í harkalegri magalendingu.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is - fyllsta trúnaðar gætt.
«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is