Fimmtudagur 22.02.2018 - 08:04 - Ummæli ()

Byltingin étur börnin sín

Orðið á götunni er að Sjálfstæðismenn séu að fara í hættulegan leiðangur með því að setja Kjartan
Magnússon og Áslaugu Friðriksdóttur til hliðar á framboðslista sínum í Reykjavík. Það er hins vegar
löng og „góð“ hefð fyrir því hjá stjórnmálaflokkum að refsa ákveðnum frambjóðendum ef illa gengur
í könnunum. Það eru ekki bara þeir sem skreyta fyrstu sætin látnir taka pokann sinn, heldur einnig
minni spámenn í sætunum fyrir neðan.
Orðið á götunni er að hér horfi menn í ranga átt. Gengi flokka tengist oftast þeirri ímynd sem
viðkomandi flokkur nær að skapa sér á landsvísu, svo og einstökum formönnum þeirra. Hvort flokkur
og formaður nái til kjósenda og takist að skapa trúverugleika.
Hallarbylting Sjálfstæðisflokksins gæti því hæglega étið börnin sín. Nái flokkurinn ekki vopnum sínum
í kosningunum í Reykjavík með breyttum lista stendur Eyþór Arnalds eftir stórlaskaður.
Á slíkum stundum er kannski betra að setja öryggið á oddinn og gera ekki meiri breytingar en
nauðsynlegar eru.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is - fyllsta trúnaðar gætt.
«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is