Mánudagur 05.03.2018 - 11:35 - Ummæli ()

Stigið í VænGinn

Orðið á götunni er að Samfylkingin sé hrædd um að missa spón úr aski sínum í borginni þegar kemur að áframhaldandi meirihlutasamstarfi við VG. Óttast Samfylkingin að VG vilji samstarf með Sjálfstæðisflokknum að loknum borgarstjórnarkosningum, þar sem það virðist ganga ágætlega innan ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt nýjustu könnun fengi það nauma meirihlutasamstarf 12 borgarfulltrúa af 23.

Enga sérfræðinga í millilínulestri þarf til að greina ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina. Jóhanna sagði að spjót Samfylkingarinnar ættu helst að beinast að „spillingarflokkunum“ Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en í minna mæli að VG, sem hefði villst tímabundið af leið. Og þar sem hún hefði enga trú á að ríkisstjórnin héldi út kjörtímabilið, gæti VG orðið samherji Samfylkingarinnar fyrr en marga grunaði. Með öðrum orðum, látum VG í friði, við gætum þurft á þeim að halda bráðlega í borginni. 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is - fyllsta trúnaðar gætt.
«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is