Föstudagur 30.03.2018 - 12:42 - Ummæli ()

Vesen í vændum

Orðið á götunni er að það borgi sig ekki að vera of ákafur í viðskiptum, því það geti endað með leiðinda veseni. Þessu fékk Róbert Wessman að kynnast á dögunum, er hann ásamt Árna Harðarsyni og Magnúsi Jaroslav Magnússyni voru dæmdir til að greiða fyrrum viðskiptafélaga sínum 640 milljónir í skaðabætur, auk vaxta, fyrir viðskiptafléttu sem Hæstiréttur dæmdi ólöglega. Þetta eru sennilega hæstu skaðabætur sem nokkur hefur þurft að greiða hér á landi, ekki síst þegar vextirnir eru reiknaðir með, en þá fer upphæðin að nálgast 1.2 milljarða!

Viðskiptafléttan ólöglega fólst í grófum dráttum í því að Róbert og félagar hans seldu félag sitt á undirverði, eða um 1.5 milljónir, þó virði þess hafi verið metið um 1.7 milljarður. Ágætis afsláttur það.
Orðið á götunni er, að þar sem Hæstiréttur sagði Róbert og félaga hafa sýnt af sér ólögmæta og saknema háttsemi, sé embætti saksóknara með málið á sínu borði og því líkur á að meira vesen sé í vændum.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is - fyllsta trúnaðar gætt.
«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is