Föstudagur 13.12.2013 - 11:37 - Ummæli ()

Hver verður kjörinn íþróttamaður ársins 2013? – hver er þín skoðun?

Kjörinu á íþróttamanni ársins 2013 verður lýst þann 28. desember n.k. og að venju er mikil spenna í loftinu. Samkvæmt reglugerð koma aðeins íþróttamenn sem tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ til greina í kjörinu. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Fyrir ári síðan var í fyrsta sinn valið lið ársins og einnig þjálfari ársins og verður sami háttur hafður á í kjörinu í ár. Aron Pálmarsson var þá valinn íþróttamaður ársins, hópfimleikalið Gerplu var lið ársins og Alfreð Gíslason […]

Þriðjudagur 30.07.2013 - 14:50 - Ummæli ()

Hvað finnst þér um ákvörðun Arons? Hvað hefðir þú gert?

Það hefur varla farið framhjá mörgum knattspyrnuáhugamönnum að Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar, valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska. Aron er með tvöfalt ríkisfang og gat því valið á milli þjóðanna tveggja, þrátt fyrir að hafa leikið tíu u21 landsleiki undir merkjum Íslands. Aron sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni, hana má í heild sinni lesa hér. Þess má geta að á næsta ári mun bandaríska liðið taka þátt í heimsmeistaramótinu […]

Mánudagur 08.07.2013 - 12:21 - Ummæli ()

Hvað finnst þér um rauðu spjöldin í Eyjum?

Það var sannkölluð bikarveisla í Vestmanneyjum í gær þegar heimamenn fengu KR í heimsókn í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn endaði með öruggum 0-3 sigri gestanna þar sem Óskar Örn Hauksson og Kjartan Henry Finnbogason (2) sáu um markaskorun KR-inga. Magnús Þórisson, dómari leiksins, hafði í nógu að snúast. Á 34. mínútu vísaði Magnús framherja ÍBV, Aaron Robert Spear, af velli fyrir að stjaka við Gunnari Þór Gunnarssyni. Undir lok leiksins fór varamaðurinn Ragnar Pétursson sömu leið fyrir ansi harkalega […]

Fimmtudagur 23.05.2013 - 15:53 - Ummæli ()

Jansen afplánar einungis tvo leiki fyrir hrottalega árás – Hvað finnst þér?

Torsten Jansen, leikmaður Hamburg í þýska boltanum, var í dag dæmdur í tíu leikja bann fyrir að skalla mótherja sinn í leik á þriðjudag.  Jansen þarf jafnframt að greiða háa sekt en reglur í þýska boltanum gera það að verkum að bannið er í raun ekki nema tveir leikir. Afleiðingarnar voru skelfilegar en Nincevic, leikmaður Füchse Berlin, lá eftir hreyfingarlaus á vellinum. Hann hlaut alvarlegan heilahristing og stóran skurð fyrir neðan kinnbeinið. Hægt er að sjá atvikið í heild sinni […]

Þriðjudagur 07.05.2013 - 22:38 - Ummæli ()

Hver ætti að þínu mati að taka við af Alex Ferguson?

Uppfært 10:00 Alex Ferguson, stjóri Man Utd, staðfesti það við BBC í morgun að hann myndi hætta sem stjóri félagsins eftir þetta tímabil. Nánar um málið hér. Nú þegar eru tveir þjálfarar orðaðir við starf gamla mannsins en það eru þeir José Mourinho, þjálfari Real Madrid, og David Moyes, þjálfari Everton. Einnig er þjálfari Dortmund, Jurgen Klopp, orðaður við stöðuna. Hver ætti að þínu mati að taka við af Alex Ferguson? Hvað finnst þér, kæri lesandi?

Sunnudagur 05.05.2013 - 18:58 - Ummæli ()

Hvað finnst þér um framkomu David Luiz í dag?

Ansi athyglisvert atvik átti sér stað undir lok leiks Manchester United og Chelsea í dag. Þá fékk Rafael, varnarmaður United, að líta rautt spjald fyrir að sparka á eftir landa sínum David Luiz í miklu pirringskasti. Það sem vakti þó mesta athygli eru viðbrögð Luiz, sem lá eftir á vellinum hlæjandi eftir að hafa hent sér í jörðina. Leikurinn í dag endaði með 0-1 sigri Chelsea þar sem Juan Mata skoraði sigurmark gestanna undir loks leiks. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá […]

Miðvikudagur 24.04.2013 - 14:33 - Ummæli ()

Er tíu leikja bann sanngjörn refsing?

Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt Luis Suarez, leikmann Liverpool í enska boltanum, í samtals tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í handlegginn. Það gerði hann í leik liðanna á sunnudaginn síðastliðinn sem endaði með 2-2 jafntefli. Þetta þýðir að sjálfsögðu það að Luis Suarez leikur ekki meira með Liverpool á þessu tímabili enda einungis fjórir umferðir óleiknar í deildinni. Úrúgvæinn verður því líka í banni þegar flautað verður til leiks á nýjan leik í enska boltanum á […]

Miðvikudagur 24.04.2013 - 10:01 - Ummæli ()

Hefðu þrjú fyrstu mörk Bayern átt að standa?

Bayern Munchen sýndi það og sannaði í gær að liðið er það allra sterkasta í Evrópu um þessar mundir með því að tiki-taka Barcelona í bakaríið. 4-0 sigur er eitthvað sem fáir áttu von á. Fyrstu þrjú mörk heimamanna í leiknum hafa þó verið undir smásjá knattspyrnusérfræðinga. Hvað finnst þér? Í fyrsta markinu vildu gestirnir frá Spáni fá dæmda aukaspyrnu þegar Dante skallaði boltann fyrir haus Thomas Müller, sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Spánverjarnir vildu meina að […]

Mánudagur 22.04.2013 - 21:14 - Ummæli ()

Annað mark van Persie í kvöld það flottasta á tímabilinu?

Robin van Persie var vægast sagt á skotskónum í kvöld þegar Manchester United sigraði Aston Villa örugglega 3-0 á Old Trafford. Hollendingurinn skoraði öll mörk United  en margir gárungarnir vilja meina að annað mark hans í kvöld, sem sjá má hér að neðan, sé það flottasta á tímabilinu. Ert þú sammála því? Eða er kannski eitthvað annað mark sem stendur uppúr sem af er móti?  

Sunnudagur 21.04.2013 - 21:00 - Ummæli ()

„Ég biðst innilegrar afsökunar“ – Hvað á Suarez skilið í þetta sinn?

Í dag sjokkeraði Suarez knattspyrnuheiminn enn og aftur þegar hann tók þá einkennilegu ákvörðun að bíta varnarmanninn Bratislav Ivanovic í handlegginn þegar Liverpool fékk Chelsea í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að sjá atvikið hér. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á þessu tímabili sem Luis Suarez er á milli tannanna á fólki. Úrúgvæinn er bæði búinn að vera frábær á þessu tímabili en einnig hefur hann verið komist í sviðsljósið fyrir miður gáfulega hegðun […]