Föstudagur 13.12.2013 - 11:37

Hver verður kjörinn íþróttamaður ársins 2013? – hver er þín skoðun?

Kjörinu á íþróttamanni ársins 2013 verður lýst þann 28. desember n.k. og að venju er mikil spenna í loftinu. Samkvæmt reglugerð koma aðeins íþróttamenn sem tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ til greina í kjörinu. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Fyrir ári síðan var í fyrsta sinn valið lið ársins og einnig þjálfari ársins og verður sami háttur hafður á í kjörinu í ár.

Aron Pálmarsson var þá valinn íþróttamaður ársins, hópfimleikalið Gerplu var lið ársins og Alfreð Gíslason var þjálfari ársins.

Það eru ávallt skiptar skoðanir um kjörið –  við hér á Pressan.is spyrjum að þessu sinni lesendur hver verði íþróttamaður ársins, hvaða lið verður valið lið ársins, og hver verður kjörinn þjálfari ársins?

Íþróttamaður ársins

Aron Pálmarsson var valinn íþróttamaður ársins 2012. Mynd/Sportpress.is

Frá því að íþróttamaður ársins var fyrst kjörinn árið 1956 hafa keppendur í frjálsíþróttum fengið þessa viðurkenningu oftast eða í 21 skipti. Skiptingin er þessi: frjálsíþróttir 21, handbolti 12, knattspyrna 9, sund 8, kraftlyftingar 3, körfubolti 1, júdó 1, hestaíþróttir 1, þolfimi/fimleikar 1.

Vilhjálmur Einarsson hefur oftast fengið þessa viðurkenningu eða alls fimm sinnum, þar á eftir koma Ólafur Stefánsson  (4), Einar Vilhjálmsson (3), Hreinn Halldórsson (3), Örn Arnarson (3), Valbjörn Þorláksson (2), Jón Arnar Magnússon (2), Ásgeir Sigurvinsson (2), Skúli Óskarsson (2), Jón Arnar Magnússon (2), Eiður Smári Guðjohnsen (2).

Aðrir hafa fengið þessa viðurkenningu einu sinni.

1956      Vilhjálmur Einarsson (1), Frjálsíþróttir (1)
1957      Vilhjálmur Einarsson (2), Frjálsíþróttir (2)
1958      Vilhjálmur Einarsson (3), Frjálsíþróttir (3)
1959      Valbjörn Þorláksson (1), Frjálsíþróttir (4)
1960      Vilhjálmur Einarsson (4), Frjálsíþróttir (5)
1961      Vilhjálmur Einarsson (5), Frjálsíþróttir (6)
1962      Guðmundur Gíslason (1), Sund (1)
1963      Jón Þ. Ólafsson (1), Frjálsíþróttir (7)
1964      Sigríður Sigurðardóttir (1), Handbolti (1)
1965      Valbjörn Þorláksson (2), Frjálsíþróttir (8)
1966      Kolbeinn Pálsson (1), Körfubolti (1)
1967      Guðmundur Hermanns. (1), Frjálsíþróttir (9)
1968      Geir Hallsteinsson (1), Handbolti (2)
1969      Guðmundur Gíslason (1), Sund (2)
1970      Erlendur Valdimarsson (1), Frjálsíþróttir (10)
1971      Hjalti Einarsson (1), Handbolti (3)
1972      Guðjón Guðmundsson(1), Sund (3)
1973      Guðni Kjartansson (1), Knattspyrna (1)
1974      Ásgeir Sigurvinsson (1), Knattspyrna (2)
1975      Jóhannes Eðvaldsson (1, Knattspyrna (3)
1976      Hreinn Halldórsson (1), Frjálsíþróttir (11)
1977      Hreinn Halldórsson (2), Frjálsíþróttir (12)
1978      Skúli Óskarsson (1), Kraftlyftingar (1)
1979      Hreinn Halldórsson (3), Frjálsíþróttir (13)
1980      Skúli Óskarsson (2), Kraftlyftingar (2)
1981      Jón Páll Sigmarsson (1), Kraftlyftingar (3)
1982      Óskar Jakobsson (1), Frjálsíþróttir (14)
1983      Einar Vilhjálmsson (1), Frjálsíþróttir (15)
1984      Ásgeir Sigurvinsson (2), Knattspyrna (4)
1985      Einar Vilhjálmsson (2), Frjálsíþróttir (16)
1986      Eðvarð Þór Eðvarðsson (1), Sund (4)
1987      Arnór Guðjohnsen (1), Knattspyrna (5)
1988      Einar Vilhjálmsson (3), Frjálsíþróttir (17)
1989      Alfreð Gíslason (1), Handbolti (4)
1990      Bjarni Friðriksson (1), Júdó (1)
1991      Ragnheiður Runólfsd. (1), Sund (5)
1992      Sigurður Einarsson (1), Frjálsíþróttir (18)
1993      Sigurbjörn Bárðarson (1), Hestaíþróttir (1)
1994      Magnús Scheving (1), Þolfimi (1)
1995      Jón Arnar Magnússon (1), Frjálsíþróttir (19)
1996      Jón Arnar Magnússon (2), Frjálsíþróttir (20)
1997      Geir Sveinsson (1), Handbolti (5)
1998      Örn Arnarson (1), Sund (6)
1999      Örn Arnarson (2), Sund (7)
2000      Vala Flosadóttir (1), Frjálsíþróttir (21)
2001      Örn Arnarson (3), Sund (8)
2002      Ólafur Stefánsson (1), Handbolti (6)
2003      Ólafur Stefánsson (2), Handbolti (7)
2004      Eiður Smári Guðjohns. (1), Knattspyrna (6)
2005      Eiður Smári Guðjohns. (2), Knattspyrna (7)
2006      Guðjón Valur Sigurðs. (1), Handbolti (8)
2007      Margrét Lára Viðarsd. (1), Knattspyrna (8)
2008      Ólafur Stefánsson (3), Handbolti (9)
2009      Ólafur Stefánsson (4), Handbolti (10)
2010      Alexander Petersson (1),  Handbolti (11)
2011      Heiðar Helguson (1), Knattspyrna (9)
2012      Aron Pálmarsson (1), Handbolti (12)
Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Ritstjórn áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið pressan@pressan.is
Föstudagur 13.12.2013 - 11:37

Hver verður kjörinn íþróttamaður ársins 2013? – hver er þín skoðun?

Kjörinu á íþróttamanni ársins 2013 verður lýst þann 28. desember n.k. og að venju er mikil spenna í loftinu. Samkvæmt reglugerð koma aðeins íþróttamenn sem tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ til greina í kjörinu. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Fyrir ári síðan var í fyrsta sinn valið lið ársins og einnig þjálfari ársins og verður sami háttur hafður á í kjörinu í ár. Aron Pálmarsson var þá valinn íþróttamaður ársins, hópfimleikalið Gerplu var lið ársins og Alfreð Gíslason […]

Föstudagur 13.12.2013 - 11:37

Hvað finnst þér um ákvörðun Arons? Hvað hefðir þú gert?

Það hefur varla farið framhjá mörgum knattspyrnuáhugamönnum að Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar, valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska. Aron er með tvöfalt ríkisfang og gat því valið á milli þjóðanna tveggja, þrátt fyrir að hafa leikið tíu u21 landsleiki undir merkjum Íslands. Aron sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni, hana má í heild sinni lesa hér. Þess má geta að á næsta ári mun bandaríska liðið taka þátt í heimsmeistaramótinu […]

Föstudagur 13.12.2013 - 11:37

Hvað finnst þér um rauðu spjöldin í Eyjum?

Það var sannkölluð bikarveisla í Vestmanneyjum í gær þegar heimamenn fengu KR í heimsókn í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn endaði með öruggum 0-3 sigri gestanna þar sem Óskar Örn Hauksson og Kjartan Henry Finnbogason (2) sáu um markaskorun KR-inga. Magnús Þórisson, dómari leiksins, hafði í nógu að snúast. Á 34. mínútu vísaði Magnús framherja ÍBV, Aaron Robert Spear, af velli fyrir að stjaka við Gunnari Þór Gunnarssyni. Undir lok leiksins fór varamaðurinn Ragnar Pétursson sömu leið fyrir ansi harkalega […]

Föstudagur 13.12.2013 - 11:37

Jansen afplánar einungis tvo leiki fyrir hrottalega árás – Hvað finnst þér?

Torsten Jansen, leikmaður Hamburg í þýska boltanum, var í dag dæmdur í tíu leikja bann fyrir að skalla mótherja sinn í leik á þriðjudag.  Jansen þarf jafnframt að greiða háa sekt en reglur í þýska boltanum gera það að verkum að bannið er í raun ekki nema tveir leikir. Afleiðingarnar voru skelfilegar en Nincevic, leikmaður Füchse Berlin, lá eftir hreyfingarlaus á vellinum. Hann hlaut alvarlegan heilahristing og stóran skurð fyrir neðan kinnbeinið. Hægt er að sjá atvikið í heild sinni […]

Föstudagur 13.12.2013 - 11:37

Hver ætti að þínu mati að taka við af Alex Ferguson?

Uppfært 10:00 Alex Ferguson, stjóri Man Utd, staðfesti það við BBC í morgun að hann myndi hætta sem stjóri félagsins eftir þetta tímabil. Nánar um málið hér. Nú þegar eru tveir þjálfarar orðaðir við starf gamla mannsins en það eru þeir José Mourinho, þjálfari Real Madrid, og David Moyes, þjálfari Everton. Einnig er þjálfari Dortmund, Jurgen Klopp, orðaður við stöðuna. Hver ætti að þínu mati að taka við af Alex Ferguson? Hvað finnst þér, kæri lesandi?