Miðvikudagur 20.03.2013 - 13:04 - Ummæli ()

Átti Jóhann skilið leikbann fyrir þetta brot á Ingimundi?

Aganefnd HSÍ dæmdi í gær Jóhann Jóhannsson, leikmann Aftureldingar í N1-deild karla í handbolta, í eins leiks bann fyrir brot á Ingimundi Ingimundarsyni á lokasekúndum leiks Aftureldingar og ÍR, sem fram fór í síðustu viku. Hér má sjámyndband af atvikinu. Leikurinn endaði með 23-22 sigri Aftureldingar en Mosfellingar voru þrátt fyrir allt ósáttir við það að Jóhann, sem leikur í stöðu skyttu, hafi fengið að líta rauða spjaldið, en Jóhann var að reyna að koma í veg fyrir lokaskot ÍR-inga […]

Mánudagur 11.03.2013 - 12:00 - Ummæli ()

Viljandi gert hjá Rio Ferdinand?

Athyglisvert atvik átti sér stað í leik Manchester United og Chelsea á sunnudag þegar liðin áttust við í átta liða úrslitum FA Cup bikarsins. Þar virtist Rio Ferdinand, varnarmaður United, ýta viljandi við Spánverjanum Fernando Torres, þannig að sá síðarnefndi féll í grasið. Rio var þó fljótur að hjálpa Torres á fætur aftur, en hvort það hafi verið einn stór leikþáttur er erfitt að segja til um. Atvikið fór í það minnsta framhjá dómurum leiksins. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli […]

Þriðjudagur 05.03.2013 - 22:22 - Ummæli ()

Átti Nani skilið rautt spjald? En hvað með bekkjarsetu Rooney?

Manchester United féll úr leik í Meistaradeild Evrópu nú í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Real Madrid á heimavelli sínum í Manchester. Samanlagt endaði einvígið með 3-2 sigri Spánarmeistaranna en ljóst er að mikið er hægt að rífast um tvö atvik tengdum leiknum í kvöld. Annars vegar rauða spjaldið sem Nani fékk, og hins vegar bekkjarseta Wayne Rooney. Á 56. mínútu leiksins, þegar Manchester United leiddi 1-0, gerðist vægast sagt umdeilt atvik sem átti heldur betur eftir að hafa […]

Miðvikudagur 27.02.2013 - 17:00 - Ummæli ()

Stækkunarglerið: Er krísa hjá Barcelona?

Það er kannski ekki hægt að svara því afdráttarlaust núna hvort Barcelona sé í krísu en margt bendir til þess að liðið sé á góðri leið með að lenda í krísu. Barcelona hefur verið slegið út af laginu bæði í Meistaradeild Evrópu og spænsku bikarkeppninni, Copa del Rey, með taktískum leik andstæðinganna sem Barcelona virtist ekki eiga nein svör við. Tvö töp á tveimur vikum er svo sem ekki óyfirstíganlegt vandamál og flest lið ættu að geta komist í gegnum […]

Föstudagur 22.02.2013 - 11:23 - Ummæli ()

Ætti að refsa Suarez fyrir að stíga á varnarmann Zenit?

Luis Suarz fór á kostum í Evrópudeildinni í gær þegar Liverpool sigraði Zenit frá Pétursborg 3-1 í seinni leik liðanna. Úrúgvæinn skoraði tvö mörk en frammistaða liðsins í gær dugði þó ekki til því Zenit vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli og fara því áfram í næstu umferð á fleiri skoruðum mörkum á útivelli. Þrátt fyrir að hafa átt frábæran leik í gær er Suarez einkar laginn við að koma sér í klandur, það verður seint tekið af honum. Á […]

Miðvikudagur 13.02.2013 - 10:00 - Ummæli ()

Átti Zlatan skilið rautt spjald í gær?

Paris Saint Germain átti ágæta ferð til Spánar í gær þegar liðið sigraði Valencia 1-2 í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Allt leit út fyrir að gestirnir frá París væru að tryggja sér öruggan 0-2 sigur en í blálokin misstu þeir örlítið tökin á leiknum sem gæti orðið PSG að falli í seinni leik liðanna. Fyrst fékk Zlatan Ibrahimovic beint rautt spjald fyrir brotið sem við sjáum hér að neðan og í framhaldinu af því komu heimamann í Valencia boltanum í netið. […]

Þriðjudagur 22.01.2013 - 09:57 - Ummæli ()

Þarf David De Gea tíma? – Schmeichel gerði sín mistök líka (Myndband)

Hinn ungi markvörður Manchester United, David De Gea, hefur reglulega þurft að þola gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins síðan hann gekk í raðir liðsins mitt árið 2011. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður liðsins og af mörgum talinn sá besti í sögu félagsins, gerði líka sín mistök í byrjun ferils síns hjá Man Utd. Einhverjir vilja meina að De Gea hafi kostað Man Utd tvö stig í síðasta leik þegar liðið heimsótti Tottenham á sunnudag. Þá jöfnuðu heimamenn í blálokin eftir að De […]

Mánudagur 14.01.2013 - 10:18 - Ummæli ()

Rauða spjald Vincent Kompany umdeilt – Hvað finnst þér?

Manchester City sótti þrjú mikilvæg stig á Emirates í gær þegar liðið heimsótti Arsenal en leikurinn endaði með 2-0 sigri gestanna. Dómari leiksins, Mike Dean, var því miður í óþarflega stóru hlutverki í leiknum  gær og gaf meðal annars tvö rauð spjöld en þó nokkur hiti var í leikmönnum. Það voru ekki liðnar nema níu mínútur af leiknum þegar Koscielny, varnarmaður Arsenal, þurfti að yfirgefa völlinn með rautt spjald eftir brot á Eden Dzeko.  Spjaldið gerði óneitanlega mikið fyrir City […]

Föstudagur 11.01.2013 - 11:45 - Ummæli ()

Hvaða draumalið er best; spænska, enska eða þýska?

Allt frá því FIFA tilkynnti val sitt á liði ársins 2012 á mánudaginn síðastliðinn hafa fjölmiðlar erlendis beint augum sínum að svokölluðum draumaliðum. Það sem vakti athygli var að lið ársins var einungis skipað leikmönum úr spænsku deildinni en í framhaldinu af því hafa fjölmiðlar erlendis velt fyrir sér draumaliðum í öðrum deildum Evrópu. Daily Mail setti upp draumalið ensku deildarinnar og þýska vefsíðan Spox.com skilaði inn draumaliði þýsku deildarinnar en í báðum þessum liðum má að sjálfsögðu finna mikla […]

Miðvikudagur 02.01.2013 - 00:00 - Ummæli ()

Tíu flottustu mörk ársins 2012 í enska boltanum: Hvaða mark finnst þér flottast?

Bandaríska íþróttasíðan Fox Soccer hefur sett saman lista yfir tíu flottustu mörk ensku úrvalsdeildarinnar árið 2012.  Allir ættu að geta sammælst um það að hér eru á ferðinni einhver allra eftirminnilegustu mörk ársins. Að mati Fox er sigurmark Sergio Aguero í síðustu umferð ensku deildarinnar á síðasta tímabili það flottasta en hugsanlegt hefur mikilvægi marksins eitthvað að segja. Markið, sem kom í uppbótartíma, tryggði Manchester City auðvitað Englandsmeistaratitilinn en allt leit út fyrir að bikarinn færi í hendur United manna […]