Svamlað í tímans þunga straumi
Ritstjóri: Illugi Jökulsson
02.11 2011

María Antonetta

María Antonetta, eða Marie Antoinette, fæddist 2. nóvember 1755. Hún var fimmtánda og næstyngsta barn Maríu Teresu keisaraynju af Austurríki og eiginmanns hennar, Frans I. Árið 1770, er hún var tæplega 15 ára, gekk hún að eiga krónprins Frakklands sem varð 1774 konungur undir nafninu Loðvík sextándi. María var upphaflega vinsæl en eftir því sem hagur landsmanna versnaði jukust óvinsældir hennar, þar eð hún þótti eyðslusöm og hirðulaus um hag almennings. Það er hins vegar eintóm lygi að hún hafi spurt í forundran: "Af hverju éta þau ekki kökur?" þegar henni var sagt að þjóðin ætti ekki brauð að borða. Við frönsku byltinguna 1789 gerði hún heiðarlega en misheppnaða tilraun til að bregðast við af virðingu við alþýðuna, og brást hetjulega við dauða sínum þegar hún var leidd undir fallöxina 1793.