Svamlað í tímans þunga straumi
Ritstjóri: Illugi Jökulsson
02.11 2011

Balfour-yfirlýsingin

Þann 2. nóvember 1917 var utanríkisráðherra Bretlands, James Arthur Balfour, út yfirlýsingu um málefni Palestínu, en breskar hersveitir voru einmitt þá í óða önn að leggja svæðið undir sig og hrekja Ottómana-Tyrki burt. Gyðingar höfðu í vaxandi mæli flust til Palestínu og sóttust eftir því að fá að ráða þar ráðum, en fyrir voru að sjálfsögðu arabískir íbúar. Þessi stefna Gyðinga kallaðist Zíonismi, og höfðu zíonistar leitað mjög eftir stuðningi Breta. Balfour gaf að lokum út yfirlýsingu sem hljóðaði svo: "Ríkisstjórn hans hátignar líta með velþóknun á að í Palestínu verði komið á fót þjóðarheimili Gyðingaþjóðarinnar og mun leggja sig alla fram um að af því geti orðið, enda liggi ljóst fyrir að ekkert verði gert sem leggi stein í götu borgaralegra og trúarlegra réttinda þeirra íbúa sem fyrir eru í Palestínu og tilheyra ekki Gyðingum ..." Þessa yfirlýsingu notuðu zíonistar síðan sem réttlætingu þess að færa sig æ meira upp á skaftið í Palestínu. Þeir litu þó fyrst og fremst til fyrri hluta yfirlýsingarinnar, en hneigðust til að gleyma seinni hlutanum.