Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:40

„Ekkert gaman ef værum alltaf tvö ein!“

Leikararnir Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson leika um þessar mundir hjón í sýningunni „Sóley Rós ræstitæknir“ sem sýnd er í Tjarnabíó og hefur fengið frábæra dóma og góða aðsókn. Sagan er áhrifarík og fjallar um foreldra sem missa barnið sitt í fæðingu. Samstarf Sólveigar og Sveins er þó ekki nýtt á nálinni því þau hafa á undanförnum árum leikið saman í 10 uppfærslum bæði á sviði, í sjónvarpi og […]

Heimilisvörur sem skapa hughrif

Erla Gísladóttir, er með grunn úr snyrti- og listfræði. Hún hefur alltaf haft þörf fyrir að skapa og búa til eitthvað í höndunum. Í dag freistar hún þess að lifa af sköpunarkraftinum og framleiðir heimilislínu sem ætlað er að skapa góð hughrif. Að baki hverju smáatriði í vörum hennar eru miklar pælingar þar sem hún byrjar oftast nær vöruþróunina í eldhúsinu heima hjá sér hvort sem er að blanda ilmi […]

Flatey er ávanabindandi

Vinkonurnar Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir (Jósa) og Hera Sigurðardóttir hafa verið samstarfsfélagar til margra ára á sumrin við Hótel Flatey. Þær segja Flatey vera orkustöð sem endurnýjar þær á hverju sumri og að þær séu orðnar háðar samlífinu þar við menn og dýr. Í gær lokuðu þær hótelinu að sinni og náðist tal af þeim á leið til Reykjavíkur. Blaðamaður spyr: Hversvegna Flatey stelpur? Þær svara í kór: „Hefur þú ekki […]

Skautabani í hjólaskautaati

 Fyrir fjórum árum fékk Eyrún Þóra Guðmundsdóttir í hendur kynningarefni um Hjólaskautaat (Roller derby)á Íslandi. Hjólaskautaat er jaðaríþrótt sem hefur á undanförnum áratugum verið að ryðja sér til rúms úti í heimi. Eyrún Þóra ákvað að slá til og mætti á æfingu ásamt vinkonum sínum. Hún kolféll fyrir sportinu og hefur stundað það af kappi síðan. Eyrún Þóra Guðmundsdóttir er 25 ára þjóðfræðinemi og starfar sem landvörður í Skaftafelli í […]

Föstudagur 19.08.2016 - 22:33 - Ummæli ()

Íslandsmeistari sem var aldrei mikið fyrir íþróttir

Fyrir fjórum árum stefndi Leifur Leifsson á jöklaferð á heimagerðum sleða. Undirbúningsferlið krafðist styrktarþjálfunar og hóf hann þá að æfa hjá Crossfit Reykjavík. Í dag er hann sterkasti fatlaði maður Íslands í sitjandi flokki og síðar í mánuðinum keppir hann fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu fyrir fatlaða í aflraunum sem haldið verður á Englandi.  Crossfit heimurinn heillaði „Þetta byrjaði upphaflega á því að ég ætlaði uppá Hvannadalshnjúk á handknúnum sleða […]

Miðvikudagur 03.08.2016 - 21:17 - Ummæli ()

Goretex á daginn en varalitur og dansskór á kvöldin

Um verslunarmannahelgina verður skip frá National Geographic ásamt 150 ferðamönnum á siglingu umhverfis Ísland. Um borð verður einnig úrvalslið íslenskra kvenna sem ætlað er að kynna íslenskt samfélag fyrir ferðamönnunum og svara öllum þeim spurningum sem kunna að koma upp. Ein þeirra er jarðfræðingurinn Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir.   Úrvalslið kvenna um borð „National Geographic er upprunalega tímarit sem fjallar um náttúrufræði og fjarlægar slóðir og er skreytt með fallegum og […]

Mánudagur 11.07.2016 - 15:20 - Ummæli ()

Í viðtal fyrir augum margra milljóna í Kína

Eitt af því merkilegasta sem María Perla Breiðfjörð upplifði á EM í Frakklandi var áhuginn og athyglin sem aðrar þjóðir sýndu Íslandi. Hún segist hafa verið stoppuð af ókunnugum þar sem hún skartaði íslensku landsliðstreyjunni og hafi lent í sjónvarpsviðtali á stórri kínverskri sjónvarpsstöð. Hin tólf ára gamla María Perla Breiðfjörð datt heldur betur í lukkupottinn þegar pabbi hennar bauð henni óvænt á EM í Frakklandi. Maríu fannst ferðin stórkostleg […]

Þriðjudagur 21.06.2016 - 20:25 - Ummæli ()

Erfitt að sjá aðra þjást

Síðastliðið haust breyttist líf Töru Tjörvadóttur til hins betra þegar hún opnaði sig um eigin fordóma gagnvart þunglyndinu sem hún hafði barist við í ellefu ár. Síðan hefur hún hrundið af stað ótal verkefnum sem öll miða að því sama þ.e. að uppræta fordóma í garð geðsjúkdóma. „Þetta byrjar í rauninni í lok september á síðasta ári þegar ég var sjálf búin að vera að berjast við eigin fordóma gegn […]

Þriðjudagur 07.06.2016 - 14:57 - Ummæli ()

Keypti sláttuvél fyrir fermingarpeninginn

Birgir Jóhannes Jónsson er fimmtán ára athafnamaður af Seltjarnarnesi sem samhliða tölvuleikjagerð og garðsláttri stundar píanónám og æfir frjálsar íþróttir. Í sumar er brjálað að gera hjá Birgi við að slá garða nágranna sinna en eftirspurnin eftir slátturþjónustu Birgis er hvílík að hann íhugar að ráða vini sína í vinnu. Fyrir nokkrum vikum stofnaði Birgir Facebook síðu þar sem hann auglýsir garðslátt á Seltjarnarnesi. Á síðunnni geta viðskiptavinir kynnt sér þjónustuna, […]

Þriðjudagur 07.06.2016 - 11:47 - Ummæli ()

Skilur ekki hvernig tónlistin fannst

Hljómsveitina Asdfhg skipa þau Steinunn Jónsdóttir og Orri Úlfarsson. Samstarf þeirra hófst eftir að hljómsveitin hafði þegar unnið til verðlauna og hið undarlega nafn hljómsveitarinnar er tilkomið af einskærri tilviljun. Orri sagði blaðamanni betur frá hljómsveitinni sem er að slá rækilega í gegn hjá tónlistarsenunni hérlendis. Steinunn og Orri eru nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð en þau hafa bæði lagt stund á tónlistarnám og grúskað ýmislegt í tengslum við tónsmíði. […]