Þriðjudagur 07.06.2016 - 14:57

Keypti sláttuvél fyrir fermingarpeninginn

Birgir_Sláttur

Birgir Jóhannes Jónsson, athafnamaður

Birgir Jóhannes Jónsson er fimmtán ára athafnamaður af Seltjarnarnesi sem samhliða tölvuleikjagerð og garðsláttri stundar píanónám og æfir frjálsar íþróttir. Í sumar er brjálað að gera hjá Birgi við að slá garða nágranna sinna en eftirspurnin eftir slátturþjónustu Birgis er hvílík að hann íhugar að ráða vini sína í vinnu.

Fyrir nokkrum vikum stofnaði Birgir Facebook síðu þar sem hann auglýsir garðslátt á Seltjarnarnesi. Á síðunnni geta viðskiptavinir kynnt sér þjónustuna, bókað sláttur og jafnvel skráð sig í áskrift yfir sumarið. En hvernig varð þessi rekstur til?

“Ég hef verið að hugsa um þessa hugmynd lengi en það hentaði mér mjög vel að kýla á þetta núna. Ég hef reynslu af því að slá garðinn hjá ömmu og afa og þau hafa kennt mér hvernig maður eigi að hugsa rétt um garða. Það er mikilvægt að kunna til verka og slá rétt. Svo hefur verið alveg meira en nóg að gera hjá mér svo þetta var greinilega ekki svo galin hugmynd.„ segir Birgir og brosir sínu blíðasta um leið og hann tekur fram að slátturinn hafi gríðarlega róandi áhrif á hann.

„Ég hef svo gaman af því að vera úti og þó svo að slátturinn geti verið erfiður þá finnst mér þetta mjög róandi. Mér hefur alltaf þótt gaman að slá og því tilvalið að nýta þetta til þess að búa til sumarvinnu. „

En Birgir hefur í nægu að snúast því samhliða garðslættri og námi í Hagaskóla rekur hann einnig fyrirtækið Birgirgames sem sem hefur sett tvo tölvuleiki í Appstore. Þá er Birgir íslandsmeistari í þríþraut og æfir frjálsaríþróttir auk þess sem hann lauk nýlega við 4. stig í píanóleik. Hvernig hefur hann tíma í þetta allt?

„Já sko það þarf mikið skipulag í kringum svona rekstur og ég reyni eftir fremsta megni að skipuleggja tímann minn vel. Varðandi sláttinn skiptir miklu máli að hafa allt slátturdótið á sama stað og ekki reyna að muna pantanir í kollinum heldur skrifa þær niður svo ég gleymi engu. “

Fékk aðstoð við verðsamanburð

Síðastliðið vor fermdist Birgir og ákvað hann að nýta fermingaperningana til þess að kaupa sér almennilega slátturvél. Nokkuð sem hlýtur að teljast frekar óvenjuleg ráðstöfun fjármagns hjá dreng á þessum aldri.

„Ég keypti glænýja slátturvél fyrir fermingarpeninginn minn og fór í margar búðir til þess að velja þá vél sem getur farið í gegnum hvaða gras sem er. Afi minn, sem er garðyrkjufræðingur hjálpaði mér að gera verðsamanburð og velja réttu vélina. Ég er mjög ánægður með hana og hún er rosalega góð. Vélin er ótrúlega öflug, getur keyrt sjálf í sjálfdrifi og svo er hún með rosalega stóran safnpoka sem nýtist mjög vel og sparar mér tíma.“

Það má því segja að fermingapeningarnir hans Birgis séu farnir að ávaxtast vel því slátturvélin hefur verið í stanslausri notkun síðan fest var á hana kaup.

„Já það er búið að vera svakalega mikið að gera hjá mér og ég er komin með marga garða í áskrift. Samt veit ég af öðrum strák sem er líka að bjóða uppá garðsláttur hérna á Seltjarnarnesi en ég veit ekkert um hann annað en að hann er líka að verða fullbókaður í sumar. Samkeppnin er því ekki mikil enda eftirspurnin alveg næg.„

Metnaðurin skín úr augum Birgis og það er forvitnilegt að vita hvert þessi duglegi unglingur stefnir í framtíðinni.

„Ég veit það ekki, hef ekki hugsað út í það. Næsta sumar fæ ég mögulega vini mína til þess að hjálpa mér við slátturinn og svo kaupi ég kannski aðra vél. Ég er ekki búinn að ákveða hvað mig langar til þess að verða þegar ég verð stór en mögulega verð ég forritari. Svo heillar það mig að vera uppfinningamaður því ég er með margar hugmyndir að uppfinningum sem mig langar til þess að framkvæma. Kannski held ég bara áfram með garðsláttinn, það kemur svo margt til greina að við verðum bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós.„
Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:40

„Ekkert gaman ef værum alltaf tvö ein!“

Leikararnir Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson leika um þessar mundir hjón í sýningunni „Sóley Rós ræstitæknir“ sem sýnd er í Tjarnabíó og hefur fengið frábæra dóma og góða aðsókn. Sagan er áhrifarík og fjallar um foreldra sem missa barnið sitt í fæðingu. Samstarf Sólveigar og Sveins er þó ekki nýtt á nálinni því þau hafa á undanförnum árum leikið saman í 10 uppfærslum bæði á sviði, í sjónvarpi og […]

Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:38

Heimilisvörur sem skapa hughrif

Erla Gísladóttir, er með grunn úr snyrti- og listfræði. Hún hefur alltaf haft þörf fyrir að skapa og búa til eitthvað í höndunum. Í dag freistar hún þess að lifa af sköpunarkraftinum og framleiðir heimilislínu sem ætlað er að skapa góð hughrif. Að baki hverju smáatriði í vörum hennar eru miklar pælingar þar sem hún byrjar oftast nær vöruþróunina í eldhúsinu heima hjá sér hvort sem er að blanda ilmi […]

Miðvikudagur 14.09.2016 - 14:07

Flatey er ávanabindandi

Vinkonurnar Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir (Jósa) og Hera Sigurðardóttir hafa verið samstarfsfélagar til margra ára á sumrin við Hótel Flatey. Þær segja Flatey vera orkustöð sem endurnýjar þær á hverju sumri og að þær séu orðnar háðar samlífinu þar við menn og dýr. Í gær lokuðu þær hótelinu að sinni og náðist tal af þeim á leið til Reykjavíkur. Blaðamaður spyr: Hversvegna Flatey stelpur? Þær svara í kór: „Hefur þú ekki […]

Mánudagur 22.08.2016 - 18:40

Skautabani í hjólaskautaati

 Fyrir fjórum árum fékk Eyrún Þóra Guðmundsdóttir í hendur kynningarefni um Hjólaskautaat (Roller derby)á Íslandi. Hjólaskautaat er jaðaríþrótt sem hefur á undanförnum áratugum verið að ryðja sér til rúms úti í heimi. Eyrún Þóra ákvað að slá til og mætti á æfingu ásamt vinkonum sínum. Hún kolféll fyrir sportinu og hefur stundað það af kappi síðan. Eyrún Þóra Guðmundsdóttir er 25 ára þjóðfræðinemi og starfar sem landvörður í Skaftafelli í […]

Föstudagur 19.08.2016 - 22:33

Íslandsmeistari sem var aldrei mikið fyrir íþróttir

Fyrir fjórum árum stefndi Leifur Leifsson á jöklaferð á heimagerðum sleða. Undirbúningsferlið krafðist styrktarþjálfunar og hóf hann þá að æfa hjá Crossfit Reykjavík. Í dag er hann sterkasti fatlaði maður Íslands í sitjandi flokki og síðar í mánuðinum keppir hann fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu fyrir fatlaða í aflraunum sem haldið verður á Englandi.  Crossfit heimurinn heillaði „Þetta byrjaði upphaflega á því að ég ætlaði uppá Hvannadalshnjúk á handknúnum sleða […]