Mánudagur 11.07.2016 - 15:20

Í viðtal fyrir augum margra milljóna í Kína

IMG_3031Eitt af því merkilegasta sem María Perla Breiðfjörð upplifði á EM í Frakklandi var áhuginn og athyglin sem aðrar þjóðir sýndu Íslandi. Hún segist hafa verið stoppuð af ókunnugum þar sem hún skartaði íslensku landsliðstreyjunni og hafi lent í sjónvarpsviðtali á stórri kínverskri sjónvarpsstöð.

Hin tólf ára gamla María Perla Breiðfjörð datt heldur betur í lukkupottinn þegar pabbi hennar bauð henni óvænt á EM í Frakklandi. Maríu fannst ferðin stórkostleg og það skemmtilegasta sem hún hefur upplifað til þessa.

„Ég hef mjög gaman af fótbolta en tók mér smá pásu frá æfingum því ég handleggsbrotnaði nýlega. Við pabbi deilum þessu áhugamáli og horfum mikið á fótbolta saman. Auðvitað langaði okkur báðum á EM og þá aðallega til þess að upplifa stemmninguna á leikjunum. Þetta var samt ekki planað en þegar pabbi fékk óvænt miða ákváðum bara að drífa okkur.“

Og hvernig var stemmningin? Var hún lík því sem þú hafðir ímyndað þér?

„Þetta var bara geðveikt gaman og stemmningin var ótrúleg. Þetta var öðruvísi en ég hefði haldið enda vissi ég ekki að stemmning gæti orðið svona mikil. Þetta var mikið skemmtilegra en ég hélt og allt öðruvísi að upplifa þetta en að sjá leiki í sjónvarpinu heima„.

Athyglin merkileg

Feðginin voru í tíu daga í Frakklandi og sáu bæði leik Íslendinga á móti Ungverjalandi og Austuríki. María segir að þrátt fyrir Disneyland og hefðbundinn túrisma hafi ferðin fyrst og fremst snúist um fótbolta. Þá þótti henni einna merkilegast hvað öðrum þótti þau feðginin merkileg fyrir þær sakir að vera Íslendingar.

„Það voru allir að spyrja okkur hvort við værum Íselndingar og fögnuðu því mjög þegar við sögðum þeim að svo væri. Ég hitti til dæmis fólk frá Bandaríkjunum sem hélt með okkur og mér finnst eins og ótrúlega margir útlendingar hafi haldið með Íslandi á þessu móti. „

En það voru fleiri sem sýndu María Perlu áhuga því þegar hún var að ganga til sætist á leik Íslands og Austuríkis kom upp að henni kínversk fréttakona og vildi spurja hana um gengi íslenska landsliðsins.

„Við vorum komin á leikinn og þá kom kona og spurði hvort hún mætti taka viðtal við mig og að það yrði sýnt fyrir mörg milljón manns í Kína. Hún spurði okkur hvernig þetta litla land gæti náð svona langt og ég sagði náttúrulega bara

frá liðsheildin og svona. Hún spurði mig líka út í áhuga minn á fótbolta og hvernig stemmningin væri hjá íslenska stuðningsliðinu. Hún spurði mig á ensku og ég skildi hana alveg og átti ekki neinum erfiðleikum með að svara henni.„

Væri til í að fara aftur

Eitt af því sem Maríu fannst skrítið á EM var hávaðinn sem íslensku stuðningsmennirnir gátu myndið þrátt fyrir að vera miklu færri en stuðningsmenn andstæðinganna.

„Þegar við vorum að horfa á leikina þá kom það mér mjög að óvart hvað það heyrðist mikið í Íslandi þó við værum svona rosalega fá. Það heyrðist miklu hærra í okkur en hinum liðunum sem voru samt miklu fleiri en við. „

Að lokum segist María Perla vera pabba sínum endalaust þakklát fyrir þessa upplifun og að þetta verði seint toppað.

„Ég á náttúrulega frábæran pabba sem gerði mér það kleift að upplifa þetta. Við erum mjög náin og horfum alltaf á fótboltaleiki saman og okkur finnst bara gaman að vera saman. Þessi ferð var því alveg geggjuð og ég væri sko til í að fara strax aftur„.

María er full bjartsýni þrátt fyrir að vera komin heim á klakann á ný og spáir Íslendingum sigur á sunnudaginn. Við skulum sannarlega vona að þessi unga og skelegga kona sé sannspá.
Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:40

„Ekkert gaman ef værum alltaf tvö ein!“

Leikararnir Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson leika um þessar mundir hjón í sýningunni „Sóley Rós ræstitæknir“ sem sýnd er í Tjarnabíó og hefur fengið frábæra dóma og góða aðsókn. Sagan er áhrifarík og fjallar um foreldra sem missa barnið sitt í fæðingu. Samstarf Sólveigar og Sveins er þó ekki nýtt á nálinni því þau hafa á undanförnum árum leikið saman í 10 uppfærslum bæði á sviði, í sjónvarpi og […]

Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:38

Heimilisvörur sem skapa hughrif

Erla Gísladóttir, er með grunn úr snyrti- og listfræði. Hún hefur alltaf haft þörf fyrir að skapa og búa til eitthvað í höndunum. Í dag freistar hún þess að lifa af sköpunarkraftinum og framleiðir heimilislínu sem ætlað er að skapa góð hughrif. Að baki hverju smáatriði í vörum hennar eru miklar pælingar þar sem hún byrjar oftast nær vöruþróunina í eldhúsinu heima hjá sér hvort sem er að blanda ilmi […]

Miðvikudagur 14.09.2016 - 14:07

Flatey er ávanabindandi

Vinkonurnar Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir (Jósa) og Hera Sigurðardóttir hafa verið samstarfsfélagar til margra ára á sumrin við Hótel Flatey. Þær segja Flatey vera orkustöð sem endurnýjar þær á hverju sumri og að þær séu orðnar háðar samlífinu þar við menn og dýr. Í gær lokuðu þær hótelinu að sinni og náðist tal af þeim á leið til Reykjavíkur. Blaðamaður spyr: Hversvegna Flatey stelpur? Þær svara í kór: „Hefur þú ekki […]

Mánudagur 22.08.2016 - 18:40

Skautabani í hjólaskautaati

 Fyrir fjórum árum fékk Eyrún Þóra Guðmundsdóttir í hendur kynningarefni um Hjólaskautaat (Roller derby)á Íslandi. Hjólaskautaat er jaðaríþrótt sem hefur á undanförnum áratugum verið að ryðja sér til rúms úti í heimi. Eyrún Þóra ákvað að slá til og mætti á æfingu ásamt vinkonum sínum. Hún kolféll fyrir sportinu og hefur stundað það af kappi síðan. Eyrún Þóra Guðmundsdóttir er 25 ára þjóðfræðinemi og starfar sem landvörður í Skaftafelli í […]

Föstudagur 19.08.2016 - 22:33

Íslandsmeistari sem var aldrei mikið fyrir íþróttir

Fyrir fjórum árum stefndi Leifur Leifsson á jöklaferð á heimagerðum sleða. Undirbúningsferlið krafðist styrktarþjálfunar og hóf hann þá að æfa hjá Crossfit Reykjavík. Í dag er hann sterkasti fatlaði maður Íslands í sitjandi flokki og síðar í mánuðinum keppir hann fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu fyrir fatlaða í aflraunum sem haldið verður á Englandi.  Crossfit heimurinn heillaði „Þetta byrjaði upphaflega á því að ég ætlaði uppá Hvannadalshnjúk á handknúnum sleða […]