Föstudagur 19.08.2016 - 22:33

Íslandsmeistari sem var aldrei mikið fyrir íþróttir

8SJ2759Fyrir fjórum árum stefndi Leifur Leifsson á jöklaferð á heimagerðum sleða. Undirbúningsferlið krafðist styrktarþjálfunar og hóf hann þá að æfa hjá Crossfit Reykjavík. Í dag er hann sterkasti fatlaði maður Íslands í sitjandi flokki og síðar í mánuðinum keppir hann fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu fyrir fatlaða í aflraunum sem haldið verður á Englandi.

 Crossfit heimurinn heillaði

„Þetta byrjaði upphaflega á því að ég ætlaði uppá Hvannadalshnjúk á handknúnum sleða og þess vegna vantaði mig stað til styrktarþjálfunar. Hrönn Svansdóttir framkvæmdarstjóri hjá Crossfit Reykjavík bauð mér þá að æfa hjá þeim. Síðan hef ég fengið allt sem ég hef þurft til æfinga þar og þau stutt gríðarlega vel við bakið á mér. “

Leifur er augljóslega afar þakklátur öllu starfsfólki og æfingarfélögum hjá Crossfit Reykjavík en hann segir fatlaða eiga afar takmarkaðan aðgang að líkamsræktarstöðvum á Íslandi.

„Ég hef verið í hjólastól alla ævi og aldrei verið mikið fyrir íþróttir. Mín kynslóð fatlaðra var meira og minna þvinguð í sund því það átti að vera allra meina bót. En ef maður er þvingaður í íþróttir þá finnst manni þær ekki skemmtilegar. Þegar ég fékk í fyrsta sinn óheftan aðgang að líkamsræktarstöð hjá Crossfit Reykjavík heillaði sá heimur mig algjörlega. Fötlun mín hefur aldrei verið neitt vandamál þar og það er alltaf fundin lausn á öllu svo ég geti tekið fullan þátt í æfingum.“

Dýrmæt reynsla

Á daginn starfar Leifur sem þjónustufulltrúi hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar en óhætt er að segja að hann sé kolfallinn fyrir kraftlyftingunum því langmestum frítíma sínum eyðir hann við æfingar.

„Já, það má eiginlega segja að ég eigi ekki önnur áhugamál í augnablikinu enda mikill tími sem fer í þetta. Mér finnst þetta svo rosalega gaman og mér líður svo vel af þessari æfingu. Ég æfi 2,5 klukkustundir á dag, sex daga vikunnar. Mér finnst líka gaman að hlusta á tónlist og geri mikið af því í og með, en það eina sem ég geri núna í mínum frítíma er að lyfta lóðum.“

Og það má með sanni segja að þrotlausar æfingar hafi skilað Leifi árangri því fyrir skömmu vann hann titilinn „sterkasti fatlaði maður Íslands“ og með því þátttökurétt á heimsmeistaramótið í Mancehester á Englandi þann 16. ágúst næstkomandi.

„Fyrir nokkrum misserum datt mér í hug að taka þátt í keppninni Sterkasti fatlaði maður Íslands og nefndi það í kjölfarið við nokkra þjálfara hjá Crossfit Reykjavík. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og allir lögðust á eitt með mér til þess að þetta gæti orðið að veruleika. Guðjón Hafliðason hefur áratugalanga reynslu af kraftlyftingaþjálfun og hann bauðst til þess að þjálfa mig fyrir keppnina. Reynsla og þjálfun hans hefur verið mér ómetanleg. Hann hafði ekki komið að þjálfun fatlaðra áður en lagðist bara yfir þetta og aðlagaði alla þjálfun að mér. “

Gott bakland og ótrúlega samstaða

Guðjón mun fylgja sínum manni á heimsmeistaramótið og eru þeir félagarnir spenntir að sjá hvernig keppinautarnir erlendis standa að æfingum.

„Ég stefni bara á að gera mitt allra besta á heimsmeistaramótinu og hlakka til að sjá hvað menn eru að gera þarna úti. Hvert kollegarnir eru að stefna erlendis og hvað þessir stóru karlar eru að gera. Svo er bara að sjá hvað getur nýst mér í framhaldinu hér heima. Þetta verður án efa dýrmæt reynsla í reynslubankann.“

Á föstudag (5 ágúst) stendur Crossfit Reykjavík fyrir svokölluðu „Partý Woddi“ þar sem sérstök stuð æfing verður í boði fyrir alla æfingarfélaga stöðvarinnar. Allur ágóði af frjálsum framlögum sem safnast á æfingunni rennur í styrktarsjóð Leifs fyrir heimsmeistaramótið.

8SJ2831„Þessi samstaða frá æfingarfélögunum hefur rosalega mikið að segja fyrir mig. Föstudagsæfingin er enn eitt dæmið um hvað þau standa öll vel við bakið á mér og þetta bara tvíeflir mig til frekari afreka“ Segir Leifur að lokum, gríðarlega jákvæður og spenntur yfir heimsmeistaramótinu.

 
Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:40

„Ekkert gaman ef værum alltaf tvö ein!“

Leikararnir Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson leika um þessar mundir hjón í sýningunni „Sóley Rós ræstitæknir“ sem sýnd er í Tjarnabíó og hefur fengið frábæra dóma og góða aðsókn. Sagan er áhrifarík og fjallar um foreldra sem missa barnið sitt í fæðingu. Samstarf Sólveigar og Sveins er þó ekki nýtt á nálinni því þau hafa á undanförnum árum leikið saman í 10 uppfærslum bæði á sviði, í sjónvarpi og […]

Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:38

Heimilisvörur sem skapa hughrif

Erla Gísladóttir, er með grunn úr snyrti- og listfræði. Hún hefur alltaf haft þörf fyrir að skapa og búa til eitthvað í höndunum. Í dag freistar hún þess að lifa af sköpunarkraftinum og framleiðir heimilislínu sem ætlað er að skapa góð hughrif. Að baki hverju smáatriði í vörum hennar eru miklar pælingar þar sem hún byrjar oftast nær vöruþróunina í eldhúsinu heima hjá sér hvort sem er að blanda ilmi […]

Miðvikudagur 14.09.2016 - 14:07

Flatey er ávanabindandi

Vinkonurnar Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir (Jósa) og Hera Sigurðardóttir hafa verið samstarfsfélagar til margra ára á sumrin við Hótel Flatey. Þær segja Flatey vera orkustöð sem endurnýjar þær á hverju sumri og að þær séu orðnar háðar samlífinu þar við menn og dýr. Í gær lokuðu þær hótelinu að sinni og náðist tal af þeim á leið til Reykjavíkur. Blaðamaður spyr: Hversvegna Flatey stelpur? Þær svara í kór: „Hefur þú ekki […]

Mánudagur 22.08.2016 - 18:40

Skautabani í hjólaskautaati

 Fyrir fjórum árum fékk Eyrún Þóra Guðmundsdóttir í hendur kynningarefni um Hjólaskautaat (Roller derby)á Íslandi. Hjólaskautaat er jaðaríþrótt sem hefur á undanförnum áratugum verið að ryðja sér til rúms úti í heimi. Eyrún Þóra ákvað að slá til og mætti á æfingu ásamt vinkonum sínum. Hún kolféll fyrir sportinu og hefur stundað það af kappi síðan. Eyrún Þóra Guðmundsdóttir er 25 ára þjóðfræðinemi og starfar sem landvörður í Skaftafelli í […]

Föstudagur 19.08.2016 - 22:33

Íslandsmeistari sem var aldrei mikið fyrir íþróttir

Fyrir fjórum árum stefndi Leifur Leifsson á jöklaferð á heimagerðum sleða. Undirbúningsferlið krafðist styrktarþjálfunar og hóf hann þá að æfa hjá Crossfit Reykjavík. Í dag er hann sterkasti fatlaði maður Íslands í sitjandi flokki og síðar í mánuðinum keppir hann fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu fyrir fatlaða í aflraunum sem haldið verður á Englandi.  Crossfit heimurinn heillaði „Þetta byrjaði upphaflega á því að ég ætlaði uppá Hvannadalshnjúk á handknúnum sleða […]