Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:40

„Ekkert gaman ef værum alltaf tvö ein!“

8SJ7655

Sveinn og Sólveig hafa leikið gríðarlega mörg hlutverk á móti hvort öðru

Leikararnir Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson leika um þessar mundir hjón í sýningunni „Sóley Rós ræstitæknir“ sem sýnd er í Tjarnabíó og hefur fengið frábæra dóma og góða aðsókn. Sagan er áhrifarík og fjallar um foreldra sem missa barnið sitt í fæðingu. Samstarf Sólveigar og Sveins er þó ekki nýtt á nálinni því þau hafa á undanförnum árum leikið saman í 10 uppfærslum bæði á sviði, í sjónvarpi og útvarpi.

„Ég held að ástæðan fyrir þessu sé að við vinnum bæði sem sjálfstætt starfandi leikarar sem þýðir að við höfum hvorugt verið á samningi hjá stóru leikhúsinum. Sjálfstætt starfandi listamenn framleiða oft sjálfir verkefnin og jafnvel skrifa leikritin að hluta til eða með höfundi. Í svona vinnu er þakklátt og gjöfult að vinna áfram með góðu fólki og búa til hóp sem vinnur vel saman. En við fáum auðvitað nýtt blóð inn líka, það væri ekkert gaman ef við værum alltaf tvö saman! Eða jú, kannski væri það mjög gaman.“

Segir Sólveig hugsi og hlæjandi aðspurð hversvegna þau hafa svona oft leikið á móti hvort öðru. Hún tekur einnig fram að Sveinn er afbragðsgóður leikari og milli þeirra hefur myndast traust sem er svo mikilvægt á sviði. Undir þetta tekur Sveinn.

„Það væri nú bara skringilegt illmenni sem myndi ekki ná saman við Sólveigu Guðmundsdóttur en hún er þægilegasta og yndislegasta manneskja sem þú fyrirfinnur. En þegar svona samstarf gengur vel þá vísar maður líka ósjálfrátt á hvort annað þegar maður kemst inní verkefni til dæmis með því að segja; „mér sýnist þetta hlutverk henta Sólveigu Guðmundsdóttur alveg ágætlega““

Sveinn og Sólveig hafa aðallega verið að leika í nýjum íslenskum verkum þar sem handritið er oft að mótast samhliða æfingartímabilinu.

Við vinnum svo oft handritið á leiðinni og þá þarf stóra hugsun og þor. Uppsetningin getur tekið lengri tíma en verk sem hefur verið sett upp áður. Við höfum bæði mjög gaman af slíkum verkefnum þó við séum afar ólík. Svenni er rosalega góður í því sem ég er ekki góð í. Hann horfir á stóru myndinni á meðan ég er meira að fókusera á minni hluti. Það eru töfrarnir. Fólk sér mismunandi hluti en samt er verið að vinna svo markvisst að því að útkoman verði flott fyrir alla. “

Samstarf án orða

Bæði Sveinn og Sólveig nefna barnasýninguna „Lífið“ sem samstarfsverkefni sem heppnaðist sérstaklega vel en var í senn fremur erfitt. Sýningin fékk tvenn Grímuverðlaun og var kosin barnasýning ársins 2015 en það er athyglisvert við sýninguna að hún er án orða.

„Já þetta fjallaði um tvær verur sem eru að drullumalla á sviðinu. Verkið segir frá hvernig heimurinn varð til, hvernig líf kviknar. Ofsalega falleg og óvenjuleg barnasýning, en það var mikil áskorun að búa til sýningu með mold en engum orðum. Sýningin heppnist alveg rosalega vel og ég tel að þarna hafi gott samspil okkar haft mikið að segja. „

Samstarf þeirra Sveins og Sólveigu er hvergi lokið. Í mars verður Illska sett aftur á fjalirnar í Borgarleikhúsinu og svo er búið að bjóða þeim til Kína með Lífið næsta sumar. Svo eru þau að sækja um frekari styrki og undirbúa komandi verkefni með GRAL og Óskabörnum Ógæfunnar.

 

Sólveig og Sveinn hafa leikið saman í eftirtöldum sýningum:

Örlagaeggin – Leikskólinn setti það verkefni upp í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar

Gunnlaðarsaga sem Kvenfélagið Garpur setti upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu.

Horn á höfði, Grímuverðlaunasýning árið 2010 – sýnt í Grindavík, Borgarleikhúsinu, Akureyri og Tjarnarbíó.

Endalok Alheimsins GRAL – Grindvíska Atvinnuleikhúsið.

Eiðurinn og Eitthvað – GRAL/Bergur Þór Ingólfsson e

Lífið – drullumall – í uppsetningu Leikhússins 10 fingra – 2 grímuverðlaun besta barnasýning og Sproti ársins.

Illska 2015 – tilnefnd til 6 grímuverðlauna.

Sóley Rós ræstitæknir sem nú er sýnt í Tjarnarbíó

Léku hjón í Pressuseríunni.

Strindberg stundin eftir Bjarnar Jónsson (útvarpsleikhúsið)

Leifur Óheppni eftir Maríu Reyndal og Ragnheiði Guðmundsdóttur (útvarpsleikhúsið)

Egilssaga í leikstjórn Erlings Jóhannesson (útvarpsleikhúsið)

 
Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:40

„Ekkert gaman ef værum alltaf tvö ein!“

Leikararnir Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson leika um þessar mundir hjón í sýningunni „Sóley Rós ræstitæknir“ sem sýnd er í Tjarnabíó og hefur fengið frábæra dóma og góða aðsókn. Sagan er áhrifarík og fjallar um foreldra sem missa barnið sitt í fæðingu. Samstarf Sólveigar og Sveins er þó ekki nýtt á nálinni því þau hafa á undanförnum árum leikið saman í 10 uppfærslum bæði á sviði, í sjónvarpi og […]

Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:38

Heimilisvörur sem skapa hughrif

Erla Gísladóttir, er með grunn úr snyrti- og listfræði. Hún hefur alltaf haft þörf fyrir að skapa og búa til eitthvað í höndunum. Í dag freistar hún þess að lifa af sköpunarkraftinum og framleiðir heimilislínu sem ætlað er að skapa góð hughrif. Að baki hverju smáatriði í vörum hennar eru miklar pælingar þar sem hún byrjar oftast nær vöruþróunina í eldhúsinu heima hjá sér hvort sem er að blanda ilmi […]

Miðvikudagur 14.09.2016 - 14:07

Flatey er ávanabindandi

Vinkonurnar Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir (Jósa) og Hera Sigurðardóttir hafa verið samstarfsfélagar til margra ára á sumrin við Hótel Flatey. Þær segja Flatey vera orkustöð sem endurnýjar þær á hverju sumri og að þær séu orðnar háðar samlífinu þar við menn og dýr. Í gær lokuðu þær hótelinu að sinni og náðist tal af þeim á leið til Reykjavíkur. Blaðamaður spyr: Hversvegna Flatey stelpur? Þær svara í kór: „Hefur þú ekki […]

Mánudagur 22.08.2016 - 18:40

Skautabani í hjólaskautaati

 Fyrir fjórum árum fékk Eyrún Þóra Guðmundsdóttir í hendur kynningarefni um Hjólaskautaat (Roller derby)á Íslandi. Hjólaskautaat er jaðaríþrótt sem hefur á undanförnum áratugum verið að ryðja sér til rúms úti í heimi. Eyrún Þóra ákvað að slá til og mætti á æfingu ásamt vinkonum sínum. Hún kolféll fyrir sportinu og hefur stundað það af kappi síðan. Eyrún Þóra Guðmundsdóttir er 25 ára þjóðfræðinemi og starfar sem landvörður í Skaftafelli í […]

Föstudagur 19.08.2016 - 22:33

Íslandsmeistari sem var aldrei mikið fyrir íþróttir

Fyrir fjórum árum stefndi Leifur Leifsson á jöklaferð á heimagerðum sleða. Undirbúningsferlið krafðist styrktarþjálfunar og hóf hann þá að æfa hjá Crossfit Reykjavík. Í dag er hann sterkasti fatlaði maður Íslands í sitjandi flokki og síðar í mánuðinum keppir hann fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu fyrir fatlaða í aflraunum sem haldið verður á Englandi.  Crossfit heimurinn heillaði „Þetta byrjaði upphaflega á því að ég ætlaði uppá Hvannadalshnjúk á handknúnum sleða […]