Færslur fyrir flokkinn ‘Áhugamál’

Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:40

„Ekkert gaman ef værum alltaf tvö ein!“

Leikararnir Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson leika um þessar mundir hjón í sýningunni „Sóley Rós ræstitæknir“ sem sýnd er í Tjarnabíó og hefur fengið frábæra dóma og góða aðsókn. Sagan er áhrifarík og fjallar um foreldra sem missa barnið sitt í fæðingu. Samstarf Sólveigar og Sveins er þó ekki nýtt á nálinni því þau hafa á undanförnum árum leikið saman í 10 uppfærslum bæði á sviði, í sjónvarpi og […]

Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:38

Heimilisvörur sem skapa hughrif

Erla Gísladóttir, er með grunn úr snyrti- og listfræði. Hún hefur alltaf haft þörf fyrir að skapa og búa til eitthvað í höndunum. Í dag freistar hún þess að lifa af sköpunarkraftinum og framleiðir heimilislínu sem ætlað er að skapa góð hughrif. Að baki hverju smáatriði í vörum hennar eru miklar pælingar þar sem hún byrjar oftast nær vöruþróunina í eldhúsinu heima hjá sér hvort sem er að blanda ilmi […]

Föstudagur 19.08.2016 - 22:33

Íslandsmeistari sem var aldrei mikið fyrir íþróttir

Fyrir fjórum árum stefndi Leifur Leifsson á jöklaferð á heimagerðum sleða. Undirbúningsferlið krafðist styrktarþjálfunar og hóf hann þá að æfa hjá Crossfit Reykjavík. Í dag er hann sterkasti fatlaði maður Íslands í sitjandi flokki og síðar í mánuðinum keppir hann fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu fyrir fatlaða í aflraunum sem haldið verður á Englandi.  Crossfit heimurinn heillaði „Þetta byrjaði upphaflega á því að ég ætlaði uppá Hvannadalshnjúk á handknúnum sleða […]

Þriðjudagur 21.06.2016 - 20:25

Erfitt að sjá aðra þjást

Síðastliðið haust breyttist líf Töru Tjörvadóttur til hins betra þegar hún opnaði sig um eigin fordóma gagnvart þunglyndinu sem hún hafði barist við í ellefu ár. Síðan hefur hún hrundið af stað ótal verkefnum sem öll miða að því sama þ.e. að uppræta fordóma í garð geðsjúkdóma. „Þetta byrjar í rauninni í lok september á síðasta ári þegar ég var sjálf búin að vera að berjast við eigin fordóma gegn […]

Mánudagur 23.05.2016 - 11:56

Úr skurðlækningum og hagfræði í sætabrauð og sælkerarétti

Læknirinn Martina Nardini og hagfræðingurinn Rakel Eva Sævarsdóttir reka ásamt eiginmönnum sínum veitingastaðinn Borðið sem opnaði nýlega við Ægisíðu. Vinkonurnar undu kvæði sínu í kross fyrir tæpu ári síðan, hættu í fyrri störfum og pæla nú í sætabrauði og sælkeraréttum allan liðlangan daginn. Veitingastaðurinn Borðið opnaði fyrir rúmum mánuði og var staðnum ætlað að mæta eigin þörfum Martinu og Rakelar Evu þ.e. elda hollan og góðan sælkeramat fyrir upptekið fólk […]

Mánudagur 09.05.2016 - 15:49

„Kynslóðirnar þurfa að hanga miklu meira saman“

„Ég hafði samband við Félag eldri borgara í Reykjavík þegar ég var í fæðingarorlofi og bauð fram krafta mína ef þau vildu liðsinni við einhver verkefni. Sjálf óska ég þess að til væri „félag verðandi eldri borgara“, ég væri sko pottþétt í því! Ég stefni nefnilega að því að verða mjög langlíf. Það er líka mikilvægt að við umgöngumst öll sem fjölbreyttast fólk, það er betra fyrir umburðarlyndið og víðsýnina […]

Mánudagur 02.05.2016 - 09:08

Körfuboltastjarna úr Hveragerði á fullum skólastyrk í New York

Körfuboltastelpan, Dagný Lísa Davíðsdóttir er 19 ára Hvergerðingur sem hefur undanfarin tvö ár verið búsett í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám í menntaskóla, býr á heimavist og spilar körfubolta. Hún segir reynsluna mjög dýrmæta og draumi líkust. Spilaði með strákunum Þegar Dagný Lísa var sex ára gömul byrjaði hún að æfa körfubolta með Hamri í Hveragerði. Með árunum flosnaði uppúr kvennaliðinu og þegar hún var komin í 6. bekk […]

Mánudagur 25.04.2016 - 15:59

13 ára fréttakona

Nú stendur yfir Barnamenningarhátíð sem hefur undið uppá sig og skapað sér stóran sess í menningarlífi Íslendinga á undanförnum árum. Margir hafa í nægu að snúast í tengslum við hátíðina en þar á meðal er fréttakonan Þórdís Ólafsdóttir sem sér um að segja fréttir af hátíðinni í gegnum KrakkaRúv. Þórdís Ólafsdóttir er þrettán ára gömul og stundar nám í Norðlingaskóla. Samhliða námi æfir hún dans og selló, það gefur því […]

Miðvikudagur 13.04.2016 - 11:58

11 ára og æfir 21 klukkustund á viku

Það gustar krafur af afreksíþróttastelpunni Guðrúnu Eddu Harðardóttur sem einnig ber með sér mikla og jarðtengda ró. Þrátt fyrir ungan aldur mætir Guðrún Edda á fimleikaæfingar í 21 klukkustund á viku. Hún setur markið hátt og finnst fátt jafn skemmtilegt og að ná markmiðum sínum. „Mér finnst rosalega gaman að æfa fimleika og þá sérstaklega þegar ég læri eitthvað nýtt og byrja að keppa með það. Til dæmis ef ég […]

Mánudagur 04.04.2016 - 22:42

Daníel Gauti Georgsson: „Heimurinn er hlaupabrautin“

Íþróttir spila oft stóra rullu í félagslífi ungra drengja og þá helst fótbolti eða aðrar boltagreinar. Þeir sem ekki finna sig í þessum klassísku íþróttagreinum geta átt undir höggi að sækja þegar hreyfing er annars vegar. Daníel Gauti Georgsson kannast við framangreint enda höfðuðu íþróttir ekki til hans á hans yngri árum. Aftur á móti vatt hann kvæði sínu í kross fyrir nokkrum misserum og fann ástríðu sína í útihlaupum. […]