Færslur fyrir flokkinn ‘Ástin’

Þriðjudagur 17.05.2016 - 11:30

Uppistand frátekið fyrir kárara og fyndnara fólk

Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir situr aldrei auðum höndum. Nýjasta bók hennar „Á rúmstokknum“ var að koma sjóðandi heit í verslanir en hana gaf hún út sjálf og fjármagnaði útgáfuna með uppistandi um það þegar hún sjálf var að uppgötva sig sem kynveru. „Bókin, „Á rúmstokknum“ er svona ekta bók sem á heima á kaffistofunni á vinnustöðum eða í sumarbústaðnum. Bókina má lesa upphátt fyrir hvort annað en hún er tilvalin […]

Miðvikudagur 20.04.2016 - 20:08

„Engin að halda kjafti og vera sæt“

Um þessar mundir vinna vinkonurnar Rósa Björk Bergþórsdóttir og María Lilja Þrastardóttir að bók með raunverulegum ástarsögum íslenskra nútímakvenna. Bókin er væntanleg í byrjun sumars og er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á ástinni. „Við erum ekki komnar með nafn á bókina en vinnuheitið er ástarsögur íslenskra nútímakvenna. Ekki sögur af ástarmálum langalangömmu þinnar heldur ástarsögur kvenna sem geta fundið út úr því að senda okkur mail. Þannig skilgreinum […]

Föstudagur 18.03.2016 - 10:27

Guðrún Ósk: „Ákveðin í að flytja burt og koma aldrei aftur“

Vinkonurnar Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og Guðrún Ósk Gunnarsdóttir búa á Höfn í Hornafirði. Sigríður Þórunn er ný útskrifuð úr Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu og Guðrún lýkur námi þaðan í vor. Fyrir ári síðan kom Guðrún út úr skápnum sem lesbía en vinkonurnar segja það mikil tíðindi í litlu sjávarþorpi eins og Hornafirði. Vildi gefa öðrum samkynhneigðum fyrirmynd „Ég kom út úr skápnum með það í huga að þá væri þetta […]

Miðvikudagur 03.02.2016 - 23:03

„Fokk, ég er pabbi!“

Um þessar mundir fer af stað röð örnámskeiða sem öllum er ætlað að fjalla um foreldrahlutverkið og afmörkuð verkefni þess. Eitt af þessum örnámskeiðum er sérstaklega ætlað nýbökuðum og verðandi feðrum. Ragnar Hansson, þriggja barna faðir og leikstjóri kennir námskeiðið sem hann nefnir „Fokk, ég er pabbi!“ 1. Hvers vegna pabbanámskeið?  Það er ekki til stærra skref í lífinu en að gerast foreldri. Þrátt fyrir það krefst foreldrahlutverkið ekki neina […]

Mánudagur 11.01.2016 - 13:51

Ný getnaðarvörn fyrir karlmenn! Rofi sem slekkur og kveikir á sæðisframleiðslunni

Getnaðarvarnir hafa verið í stöðugri þróun á undanförnum áratugum og hafa þær aðallega verið hannaðar fyrir kvenlíkamann. Leitin að réttu getnaðarvörninni sem karmenn geta notfært sér hefur ekki gengið jafn vel, en nú gæti lausn verið í aðsigi. Fyrirtækið Bimek í Swiss hefur á undanförnum misserum unnið að því að þróa lítið tæki sem er komið fyrir á sáðrás karlmannsins með lítilli og einfaldri aðgerð.   Tækið gerir karlmanninum það […]

Miðvikudagur 06.01.2016 - 15:42

Aníta: Svona laðar þú að þér ástina!

Leitin að ástinni getur reynst erfið af ýmsum ástæðum. Sumir eiga auðvelt með að verða ástfangnir aðrir vita vart hvað ástin er. Makaleit getur valdið mikilli togstreitu í lífi fólks, vonbrigði og örvængingu en líka spennu og eftirvæntingu. Hvað veldur þessu? Er ástin tilviljunum háð eða getum við gert eitthvað til þess að bæta ástarmálin? Aníta Sig er sérfræðingur í líf- og leiðtogaráðgjöf en hún hefur á undanförnum misserum þróað námskeið […]

Mánudagur 13.07.2015 - 18:16

„Útfarir eru pínu út fyrir kassann minn“

Hann er leikari, kennari og athafnarstjóri með BA próf í ensku svo eitthvað sé nefnt. Fjölhæfur, fyndinn og fallegur er hann líka og rausnarlegur því Bjarni Snæbjörnsson gefur blaðamanni og lesendum DV tíma til viðtals á þrítugasta og sjöunda afmælisdegi sínum. Viðtalsefnið er fyrst og fremst starf hans sem athafnarstjóri hjá Siðmennt þar sem hann hefur réttindi til þess að stýra athöfnum á borð við giftingar, nafngiftir, fermingar og útfarir. […]

Mánudagur 11.05.2015 - 11:54

„Aðal málið fyrir mig var að fresta ekki draumum mínum“

Það er sjaldan lognmolla í kringum Kristbjörgu Jónasdóttur en hún er nýbökuð móðir, athafnakona og líkamsræktarfrömuður. Um þessar mundir býr hún ásamt þeim nýfædda og unnusta sínum Aroni Einari Gunnarssyni í Wales þar sem hinn síðarnefndi spilar fótbolta með Cardiff. Á undanförnum árum hefur Kristbjörg getið sér gott orð sem einkaþjálfari auk þess sem hún vinnur að því að þróa nýtt æfingarprógram. Þessa dagana fetar Kristbjörg inná nýjar slóðir því nýlega […]

Miðvikudagur 11.03.2015 - 22:01

Þúsund vasaklúta myndskeið: sonurinn lifnaði við!

Hér má sjá hjartnæmt myndskeið  þar sem móðir lýsir því þegar hún fæddi tvíbura eftir 26 vikna meðgöngu. Annar tvíburinn fæddist andvana og var foreldrunum sagt að því miður væri ekki hægt að bjarga honum. Móðirin tók litla drenginn sinn  til sín og lagði á bringu sér. Foreldrarnir hjúfruðu sér að litlu manneskjunni og hvísluðu til hans fallegum skilaboðum. Kraftaverkið má sjá í myndbandinu.      

Þriðjudagur 24.02.2015 - 14:07

Kynfærakokteill: Píkupopp og ástarpungar í boði!

Fimmtudaginn 13 mars kl 17.00 opnar listhópurinn Sköpun sýningu í tilefni af HönnunarMars í kaffihúsinu Víkin. Sköpun er samstarfsverkefni hönnuða sem eru innblásin af kynfærunum. Á sýningunni gefur að líta kynfæri í allskyns ólíkum formum og myndum. Tilgangur sýningarinnar er að hrista upp í hugmyndum fólks um kyn og kynfæri og kynvitund og leyfa sér að opna umræðuna um málefni sem oft er tabú. Sýningin hefst á fimmtudag og stendur fram […]