Færslur fyrir flokkinn ‘Atvinna’

Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:40

„Ekkert gaman ef værum alltaf tvö ein!“

Leikararnir Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson leika um þessar mundir hjón í sýningunni „Sóley Rós ræstitæknir“ sem sýnd er í Tjarnabíó og hefur fengið frábæra dóma og góða aðsókn. Sagan er áhrifarík og fjallar um foreldra sem missa barnið sitt í fæðingu. Samstarf Sólveigar og Sveins er þó ekki nýtt á nálinni því þau hafa á undanförnum árum leikið saman í 10 uppfærslum bæði á sviði, í sjónvarpi og […]

Þriðjudagur 11.10.2016 - 11:38

Heimilisvörur sem skapa hughrif

Erla Gísladóttir, er með grunn úr snyrti- og listfræði. Hún hefur alltaf haft þörf fyrir að skapa og búa til eitthvað í höndunum. Í dag freistar hún þess að lifa af sköpunarkraftinum og framleiðir heimilislínu sem ætlað er að skapa góð hughrif. Að baki hverju smáatriði í vörum hennar eru miklar pælingar þar sem hún byrjar oftast nær vöruþróunina í eldhúsinu heima hjá sér hvort sem er að blanda ilmi […]

Miðvikudagur 14.09.2016 - 14:07

Flatey er ávanabindandi

Vinkonurnar Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir (Jósa) og Hera Sigurðardóttir hafa verið samstarfsfélagar til margra ára á sumrin við Hótel Flatey. Þær segja Flatey vera orkustöð sem endurnýjar þær á hverju sumri og að þær séu orðnar háðar samlífinu þar við menn og dýr. Í gær lokuðu þær hótelinu að sinni og náðist tal af þeim á leið til Reykjavíkur. Blaðamaður spyr: Hversvegna Flatey stelpur? Þær svara í kór: „Hefur þú ekki […]

Miðvikudagur 03.08.2016 - 21:17

Goretex á daginn en varalitur og dansskór á kvöldin

Um verslunarmannahelgina verður skip frá National Geographic ásamt 150 ferðamönnum á siglingu umhverfis Ísland. Um borð verður einnig úrvalslið íslenskra kvenna sem ætlað er að kynna íslenskt samfélag fyrir ferðamönnunum og svara öllum þeim spurningum sem kunna að koma upp. Ein þeirra er jarðfræðingurinn Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir.   Úrvalslið kvenna um borð „National Geographic er upprunalega tímarit sem fjallar um náttúrufræði og fjarlægar slóðir og er skreytt með fallegum og […]

Þriðjudagur 21.06.2016 - 20:25

Erfitt að sjá aðra þjást

Síðastliðið haust breyttist líf Töru Tjörvadóttur til hins betra þegar hún opnaði sig um eigin fordóma gagnvart þunglyndinu sem hún hafði barist við í ellefu ár. Síðan hefur hún hrundið af stað ótal verkefnum sem öll miða að því sama þ.e. að uppræta fordóma í garð geðsjúkdóma. „Þetta byrjar í rauninni í lok september á síðasta ári þegar ég var sjálf búin að vera að berjast við eigin fordóma gegn […]

Þriðjudagur 07.06.2016 - 14:57

Keypti sláttuvél fyrir fermingarpeninginn

Birgir Jóhannes Jónsson er fimmtán ára athafnamaður af Seltjarnarnesi sem samhliða tölvuleikjagerð og garðsláttri stundar píanónám og æfir frjálsar íþróttir. Í sumar er brjálað að gera hjá Birgi við að slá garða nágranna sinna en eftirspurnin eftir slátturþjónustu Birgis er hvílík að hann íhugar að ráða vini sína í vinnu. Fyrir nokkrum vikum stofnaði Birgir Facebook síðu þar sem hann auglýsir garðslátt á Seltjarnarnesi. Á síðunnni geta viðskiptavinir kynnt sér þjónustuna, […]

Mánudagur 23.05.2016 - 11:56

Úr skurðlækningum og hagfræði í sætabrauð og sælkerarétti

Læknirinn Martina Nardini og hagfræðingurinn Rakel Eva Sævarsdóttir reka ásamt eiginmönnum sínum veitingastaðinn Borðið sem opnaði nýlega við Ægisíðu. Vinkonurnar undu kvæði sínu í kross fyrir tæpu ári síðan, hættu í fyrri störfum og pæla nú í sætabrauði og sælkeraréttum allan liðlangan daginn. Veitingastaðurinn Borðið opnaði fyrir rúmum mánuði og var staðnum ætlað að mæta eigin þörfum Martinu og Rakelar Evu þ.e. elda hollan og góðan sælkeramat fyrir upptekið fólk […]

Mánudagur 09.05.2016 - 15:49

„Kynslóðirnar þurfa að hanga miklu meira saman“

„Ég hafði samband við Félag eldri borgara í Reykjavík þegar ég var í fæðingarorlofi og bauð fram krafta mína ef þau vildu liðsinni við einhver verkefni. Sjálf óska ég þess að til væri „félag verðandi eldri borgara“, ég væri sko pottþétt í því! Ég stefni nefnilega að því að verða mjög langlíf. Það er líka mikilvægt að við umgöngumst öll sem fjölbreyttast fólk, það er betra fyrir umburðarlyndið og víðsýnina […]

Mánudagur 02.05.2016 - 09:08

Körfuboltastjarna úr Hveragerði á fullum skólastyrk í New York

Körfuboltastelpan, Dagný Lísa Davíðsdóttir er 19 ára Hvergerðingur sem hefur undanfarin tvö ár verið búsett í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám í menntaskóla, býr á heimavist og spilar körfubolta. Hún segir reynsluna mjög dýrmæta og draumi líkust. Spilaði með strákunum Þegar Dagný Lísa var sex ára gömul byrjaði hún að æfa körfubolta með Hamri í Hveragerði. Með árunum flosnaði uppúr kvennaliðinu og þegar hún var komin í 6. bekk […]

Mánudagur 18.01.2016 - 20:47

Örlagaríkt kvöld í sjónvarpssal sem breytti lífi David Tolley

Þann 19 desember 1985 var David Tolley saklaus áhorfandi í sjónvarpsþættinum The Tonight Show. Í þættinum var fyrirhugað klassískt píanóatriði sem píanistinn Horatio Gutierrez átti að leika. Það vildi þó svo óheppilega til að fyrr um daginn hafði Horatio lent í slysi þar sem hönd hans klemmdist og vegna þessa   forfallaðist hann í sjónvarpsþáttinn með afar skömmum fyrirvara. Johnny Carson dó ekki ráðalaus og gekk inní beina útsendingu án þess að hafa nokkurn afleysingarmann. […]