Færslur fyrir flokkinn ‘Börn og Ungmenni’

Þriðjudagur 07.06.2016 - 14:57

Keypti sláttuvél fyrir fermingarpeninginn

Birgir_Sláttur

Birgir Jóhannes Jónsson er fimmtán ára athafnamaður af Seltjarnarnesi sem samhliða tölvuleikjagerð og garðsláttri stundar píanónám og æfir frjálsar íþróttir. Í sumar er brjálað að gera hjá Birgi við að slá garða nágranna sinna en eftirspurnin eftir slátturþjónustu Birgis er hvílík að hann íhugar að ráða vini sína í vinnu. Fyrir nokkrum vikum stofnaði Birgir Facebook síðu þar sem hann auglýsir garðslátt á Seltjarnarnesi. Á síðunnni geta viðskiptavinir kynnt sér þjónustuna, […]

Mánudagur 02.05.2016 - 09:08

Körfuboltastjarna úr Hveragerði á fullum skólastyrk í New York

13103441_10154171262597206_6075073187011137056_n

Körfuboltastelpan, Dagný Lísa Davíðsdóttir er 19 ára Hvergerðingur sem hefur undanfarin tvö ár verið búsett í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám í menntaskóla, býr á heimavist og spilar körfubolta. Hún segir reynsluna mjög dýrmæta og draumi líkust. Spilaði með strákunum Þegar Dagný Lísa var sex ára gömul byrjaði hún að æfa körfubolta með Hamri í Hveragerði. Með árunum flosnaði uppúr kvennaliðinu og þegar hún var komin í 6. bekk […]

Mánudagur 25.04.2016 - 15:59

13 ára fréttakona

_3SJ8887

Nú stendur yfir Barnamenningarhátíð sem hefur undið uppá sig og skapað sér stóran sess í menningarlífi Íslendinga á undanförnum árum. Margir hafa í nægu að snúast í tengslum við hátíðina en þar á meðal er fréttakonan Þórdís Ólafsdóttir sem sér um að segja fréttir af hátíðinni í gegnum KrakkaRúv. Þórdís Ólafsdóttir er þrettán ára gömul og stundar nám í Norðlingaskóla. Samhliða námi æfir hún dans og selló, það gefur því […]

Miðvikudagur 13.04.2016 - 11:58

11 ára og æfir 21 klukkustund á viku

12977095_10207841390206121_9219230612972195041_o (1)

Það gustar krafur af afreksíþróttastelpunni Guðrúnu Eddu Harðardóttur sem einnig ber með sér mikla og jarðtengda ró. Þrátt fyrir ungan aldur mætir Guðrún Edda á fimleikaæfingar í 21 klukkustund á viku. Hún setur markið hátt og finnst fátt jafn skemmtilegt og að ná markmiðum sínum. „Mér finnst rosalega gaman að æfa fimleika og þá sérstaklega þegar ég læri eitthvað nýtt og byrja að keppa með það. Til dæmis ef ég […]

Föstudagur 04.03.2016 - 11:44

9 ára og æfir klukkan 06.00 á morgnana

Framtíðar_landsliðskona

Emma Björt Arnarsdóttir stefnir á atvinnumennsku í fótbolta þegar hún verður fullorðin og er strax farin að leggja grunn að farsælum ferli. Hún lauk nýverið við fótboltanámskeið sem hófst kl 06.00 á morgnana auk þess sem hún hefur fengið að mæta á æfingar með stelpum í eldri flokkum. Emma segir mikilvægt að hugsa vel um heilsuna og hafa gaman að fótboltanum.  Móðir Emmu hlær nú bara þegar hún er spurð […]