Færslur fyrir flokkinn ‘Fæðingarorlof’

Mánudagur 09.05.2016 - 15:49

„Kynslóðirnar þurfa að hanga miklu meira saman“

„Ég hafði samband við Félag eldri borgara í Reykjavík þegar ég var í fæðingarorlofi og bauð fram krafta mína ef þau vildu liðsinni við einhver verkefni. Sjálf óska ég þess að til væri „félag verðandi eldri borgara“, ég væri sko pottþétt í því! Ég stefni nefnilega að því að verða mjög langlíf. Það er líka mikilvægt að við umgöngumst öll sem fjölbreyttast fólk, það er betra fyrir umburðarlyndið og víðsýnina […]

Miðvikudagur 03.02.2016 - 23:03

„Fokk, ég er pabbi!“

Um þessar mundir fer af stað röð örnámskeiða sem öllum er ætlað að fjalla um foreldrahlutverkið og afmörkuð verkefni þess. Eitt af þessum örnámskeiðum er sérstaklega ætlað nýbökuðum og verðandi feðrum. Ragnar Hansson, þriggja barna faðir og leikstjóri kennir námskeiðið sem hann nefnir „Fokk, ég er pabbi!“ 1. Hvers vegna pabbanámskeið?  Það er ekki til stærra skref í lífinu en að gerast foreldri. Þrátt fyrir það krefst foreldrahlutverkið ekki neina […]

Þriðjudagur 02.02.2016 - 12:27

Börn leika sér ofan í pappakassa!

Margir foreldrar reyna að hvetja börnin sín til þess að stíga út fyrir kassann sinn, prófa nýja hluti og ögra sér í ýmsum aðstæðum. En hér kemur hugmynd sem fer algjörlega á skjön við það! Eða hvað? Þessi hugmynd miðar að því að hafa ofan af fyrir börnum, hvetja þau til listsköpunar og fá útrás fyrir ímyndunarafl sitt. Það eina sem þarf er pappakassi og litir. Einfalt, ódýrt og alveg […]

Miðvikudagur 13.01.2016 - 14:21

Átt þú í vandræðum með að svæfa barnið þitt? Mögulega getur Youtube aðstoðað þig

Margir foreldrar kannast við svefnlausar nætur og hversu flókið það getur verið að stilla af rútínu barna þannig að svefninn þeirra sé í lagi. Við slík verkefni hefur svefnráðgjöf nýst mörgum fjölskyldum vel en grunn hugmyndin á bak við þau fræði er að svefn sé ekki afmarkaður þáttur í lífi barna, heldur er hann samofinn hlutum eins og næringu, þroska og persónuleika. Svefnráðgjafar skoða því vandlega líferni og mynstur fjölskyldna […]

Föstudagur 08.01.2016 - 12:10

Móðir í fæðingarorlofi fléttar styrktaræfingar inní öll aðkallandi verkefni dagsins!

Í fæðingarorlofi þarf stundum að hugsa út fyrir kassann til þess að koma að öllum aðkallandi verkefnum. Líkamsrækt getur þar flokkast sem munaður og eiga sumir nýbakaðir foreldrar erfitt með að koma slíkum munað inní prógrammið! Áherslurnar eru þó misjafnar og hjá þessari ungu móður er ekki til nein afsökun heldur er hreyfingin fléttuð inní öll önnur verkefni dagsins 😉  

Þriðjudagur 04.08.2015 - 15:59

„hæ, ég bjó þetta til, hvað finnst þér?“

Árið 2005 fengu þrjár 19 ára stúdínur í Menntaskólanum á Akureyri hugmynd í tengslum við lokaverkefni í uppeldisfræði. Hugmyndin hefur síðan verið í stöðugri þróun og er nú orðin að fyrirtækinu Cuddle-Me sem framleiðir samfellur sem bæði kenna foreldrum ungbarnanudd og minna þá á að nýta sér það. Fæðingarsaga fyrirtækisins hefur verið sannkölluð rússíbanareið með ungar konur í fararbroddi sem láta ekkert stoppa sig. Vinkonurnar Una Guðlaug og Valdís Ösp […]

Mánudagur 20.07.2015 - 11:14

Ókeypis líkamsrækt fyrir alla

Áform er grasrótarhreyfing sem býður uppá ókeypis líkamsrækt fyrir alla sem vilja taka skrefið út fyrir kassann í tengslum við hreyfingu. Forsprakki og yfirþjálfari Áforms er Rakel Eva Sævarsdóttir en hún kynntist sambærilegum hópi þegar hún var búsett í Boston fyrir nokkrum árum. Orkuboltinn Rakel Eva Sævarsdóttir hefur haldið úti Áforms-æfingum alla miðvikudags- og föstudagsmorgna í heilt ár. Hún segir Áform vera samfélagshóp sem fer óhefðbundnar leiðir, kort í ræktina […]

Þriðjudagur 23.06.2015 - 23:07

6 ráð milli 5 og 7

Margar barnafjölskyldur kannast við bugun hjá fjölskyldumeðlimum, stórum og smáum, á hinum svokallaða úlfatíma. Þreyta, hungur, drasl og börnin skítug frá toppi til táar. Hvað er hægt að gera til þess að gera þennan tíma bærilegri? Út fyrir kassann gefur góð ráð af fenginni reynslu: 1) Sund er snilld! Nýtum okkur ein stærstu lífsgæði Íslendinga um leið og við njótum samvista við börnin okkar, þvoum þeim, þreytum þau aðeins meira […]

Mánudagur 16.03.2015 - 12:14

Bergrún: Er kvíðin og félagsfælin en stíg daglega út fyrir þægindarammann

Bergrún Íris Sævarsdóttir er fjölhæf listakona sem leitast eftir því að taka að sér frumleg verkefni sem ögra og ýta henni út fyrir þægindarammann. Hún starfar sem teiknari en hefur einnig samið lög og texta, starfað sem blaðakona og hannað tölvuforrit. Hvenær fórstu síðast út fyrir kassann? Bæði skiptin sem ég hef tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem textahöfundur hefur það verið töluvert stökk út fyrir þægindarammann. Nú í janúar […]

Miðvikudagur 11.03.2015 - 22:01

Þúsund vasaklúta myndskeið: sonurinn lifnaði við!

Hér má sjá hjartnæmt myndskeið  þar sem móðir lýsir því þegar hún fæddi tvíbura eftir 26 vikna meðgöngu. Annar tvíburinn fæddist andvana og var foreldrunum sagt að því miður væri ekki hægt að bjarga honum. Móðirin tók litla drenginn sinn  til sín og lagði á bringu sér. Foreldrarnir hjúfruðu sér að litlu manneskjunni og hvísluðu til hans fallegum skilaboðum. Kraftaverkið má sjá í myndbandinu.