Færslur fyrir flokkinn ‘Ferðalög’

Miðvikudagur 14.09.2016 - 14:07

Flatey er ávanabindandi

Vinkonurnar Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir (Jósa) og Hera Sigurðardóttir hafa verið samstarfsfélagar til margra ára á sumrin við Hótel Flatey. Þær segja Flatey vera orkustöð sem endurnýjar þær á hverju sumri og að þær séu orðnar háðar samlífinu þar við menn og dýr. Í gær lokuðu þær hótelinu að sinni og náðist tal af þeim á leið til Reykjavíkur. Blaðamaður spyr: Hversvegna Flatey stelpur? Þær svara í kór: „Hefur þú ekki […]

Föstudagur 19.08.2016 - 22:33

Íslandsmeistari sem var aldrei mikið fyrir íþróttir

Fyrir fjórum árum stefndi Leifur Leifsson á jöklaferð á heimagerðum sleða. Undirbúningsferlið krafðist styrktarþjálfunar og hóf hann þá að æfa hjá Crossfit Reykjavík. Í dag er hann sterkasti fatlaði maður Íslands í sitjandi flokki og síðar í mánuðinum keppir hann fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu fyrir fatlaða í aflraunum sem haldið verður á Englandi.  Crossfit heimurinn heillaði „Þetta byrjaði upphaflega á því að ég ætlaði uppá Hvannadalshnjúk á handknúnum sleða […]

Miðvikudagur 03.08.2016 - 21:17

Goretex á daginn en varalitur og dansskór á kvöldin

Um verslunarmannahelgina verður skip frá National Geographic ásamt 150 ferðamönnum á siglingu umhverfis Ísland. Um borð verður einnig úrvalslið íslenskra kvenna sem ætlað er að kynna íslenskt samfélag fyrir ferðamönnunum og svara öllum þeim spurningum sem kunna að koma upp. Ein þeirra er jarðfræðingurinn Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir.   Úrvalslið kvenna um borð „National Geographic er upprunalega tímarit sem fjallar um náttúrufræði og fjarlægar slóðir og er skreytt með fallegum og […]

Miðvikudagur 10.02.2016 - 12:32

Stungu af til Hawaii yfir háveturinn

Systurnar Dóra og Björg Þórhallsdætur hafa alist upp í Noregi alla sína ævi. Báðar eru þær einstæðar mæður og eiga alls þrjú börn. Systurnar hafa vakið verðskuldaða athygli í lífi og starfi í Osló, Dóra fyrir uppistand og Björg fyrir myndlist. Á haustdögum ákváðu systurnar að breyta til og stíga út fyrir þægindarammann. Úr varð að þær eru nú búsettar á Hawaii um tíma þar sem þær skrifa, sinna listinni […]

Miðvikudagur 19.08.2015 - 14:43

Sail Amsterdam hefst í dag

Í dag hefst hin magnaða SAIL Amsterdam í Hollandi. Hátíðin hóf göngu sína árið 1975 og hefur verið haldin á 5 ára fresti síðan. Hátíðin er orðin ein stærsta hátíð í Hollandi og stærsta hátíð sinnar tegundar í heiminum en dagana 19. til 23. ágúst sigla ótalmörg stór og smá skip frá Norðursjónum að Amsterdam og úr verður stórkostlegt sjónarspil sem sjá má á meðfylgjandi myndum.         […]

Fimmtudagur 23.07.2015 - 10:15

Tré með 40 mismunandi ávöxtum

Listamaðurinn og prófessorinn Sam Van Aken hefur um áralangt skeið unnið að því að rækta og græða saman  ávaxtatré úr 40 mismunandi ávaxtatrjám. Tréð sameinar bæði list og vísindi Van Aken því ekki er það bara ótrúlega falleg sýn heldur vísindalegt kraftaverk. Vinnan er mikið þolinmæðisverk og tekur til að mynda þrjú ár að rækta hvern stofn fyrir sig áður en hann er græddur á undratréð. Við ræktunina sker Van Aken grein af […]

Föstudagur 19.06.2015 - 16:01

Íslenskur skiptinemi á Spáni lærir frönsku í París!

Snorri Másson er 18 ára menntsæklingur. Hann hafði nýlega lokið við fyrsta ár sitt í Menntaskólanum í Reykjavík þegar hann ákvað að stíga út fyrir kassann og hefja skiptinám með ferðaskrifstofunni Mundo á Spáni. Að skiptinámi loknu ákvað Snorri aftur að söðla um og bæta við sig enn meiri tungumálakunnáttu. Hann réðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur hélt til Parísar þar sem hann bjó inná heimili […]

Fimmtudagur 28.05.2015 - 20:20

Heiða Kristín:„Strætó er ekki hryllingur þó margt megi laga“

Bíllaus lífstíll á Íslandi getur reynst þrautinni þyngri í amstri dagsins en sífellt fleiri velja sér þó að leggja bílnum og notast frekar við almenningssamgöngur, hjól eða fætur. Heiða Kristín Helgadóttir, sjónvarpskona, hefur nú lifað bíllausum lífstíl í rúman mánuðu. Hún á tvo drengi á grunnskólaaldri, býr í Vesturbænum ásamt eiginmanni og starfar á 365 miðlum í Skaftahlíð. Heiða Kristín svarar hér nokkrum spurningum varðandi þetta nýja lífsmynstur. 1. Afhverju bíllaus […]

Þriðjudagur 26.05.2015 - 19:14

Hildur: „Margt óvenjulegt við keppnina í ár“

Því er ekki að neita að margir hafa lúmskt gaman að Júróvisíon. Þrátt fyrir það er misjafnt hversu glatt fólk er við að auglýsa þennan áhuga. Það stendur þó ekki á Hildi Tryggvadóttur Flóvenz en hún er opinber, metnaðarfullur og einlægur Júróvision- aðdáandi. Hildur hefur gengið svo langt að stofna félagasamtök áhugafólks um Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarsstöðva ásamt því að halda úti heimasíðunni Allt um Eurovision. Hildur deilir hér reynslu sinni […]

Miðvikudagur 20.05.2015 - 22:27

Hvað þrá Íslendingar í útlöndum?

Þrátt fyrir að helstu nauðsynjar sem og algengar gerviþarfir séu aðgengilegar á nánast hverju götuhorni í heiminum eru nokkrir hlutir sem Íslendingar í útlöndum óska oft eftir ef tækifæri gefst. Út fyrir kassann gerði stutta könnun og birtir hér niðurstöður sínar: 1) Smjörvi 2) Gammeldags lakkrís 3) Ópal 4) Fiskibollur í dós 5) Íslenskt vatn 6) Maggý kjötkraftur 7) Síríus súkkulaði 8) Malt og appelsín 9) Ora baunir 10) Lambakjöt […]