Færslur fyrir flokkinn ‘Fjármál’

Mánudagur 25.01.2016 - 23:50

10 ráð til þess að láta mat endast lengur

Janúar er góður mánuður til þess að byrja eitthvað nýtt. Nýjan lífstíl, nýja vinnu, nýja líkamsrækt, nýja klippingu, eða… nýjar venjur til þess að varðveita mat betur! Hér koma nokkur ráð sem nýtast við hið síðast nefnda: 1. Ef þú setur fersk ber beint í vatn með smá ediki út í (hlutföllin 1:10) þá endast berin miklu lengur fersk. Heltu vatninu af berjunum eftir ca 5 mínútur. 2. Ferskar kryddjurtir geymst mjög […]

Fimmtudagur 20.08.2015 - 21:57

Flippaðar skólatöskur!

Nú þegar yngra fólkið flykkist aftur í skólana er ekki úr vegi að skoða aðeins úrvalið í bakpokum fyrir veturinn. Eitt er víst, það er af nógu að taka og ansi margir sem fara út fyrir kassann þegar kemur að því að velja sér skólatösku eða bakpoka.

Þriðjudagur 18.08.2015 - 22:13

Hendir þú mat?

Ef svarið er já, ættir þú að velta þessum staðreyndum fyrir þér: * 33% af öllum mat heimsins er sóað * Virði matvælis sem er hent á ársgrundvelli eru 750 milljarðar dollara * 40% af öllum framleiddum mat í Bandaríkjunum er hent. * 10% gróðurhúsalofttegunda koma frá rotnun matar * 40% af matarafgöngum heimila sem er hent eru ávextir og grænmeti * 100 milljón tonnum af mat er hent árlega […]

Föstudagur 14.08.2015 - 11:37

Skiptihagkerfi ryðja sér til rúms!

Segja má að vöruskipti hafi verið að ryðja sér til rúms á ný eftir að hafa legið niðri að mestu leyti frá því fólk skipti á gærum og gulli. Deilihagkerfið, hin nútíma vöruskipti, byggir á því að fólk skiptist á húsnæði, bílum, atvinnu og öðrum vörum og þjónustu, jafnvel þvert á heimsálfur með aðstoð tækninnar og veraldarvefsins. Á góðri íslensku kallast svona kerfi „win-win “ þar sem allir hlutaðeigandi græða […]

Mánudagur 10.08.2015 - 11:08

Hvatvís og ævintýragjörn

Parið Hulda Björg Jónsdóttir og Arnþór Stefánsson tóku nýlega u-beygju í daglegu lífi sínu. Arnþór sagði upp sínu fasta starfi og settu þau krafta sína í að byggja upp fyrirtæki sem nú hefur hafið veitngarekstur í litlum vagni við Lækjargötu. Það er hugrakkt og stórt skref fyrir ungt barnafólk í föstum störfum að henda sér útí djúpu laugina og ráðst í áður óþekktan rekstur. „Já, ætli ég myndi ekki telja […]

Þriðjudagur 04.08.2015 - 15:59

„hæ, ég bjó þetta til, hvað finnst þér?“

Árið 2005 fengu þrjár 19 ára stúdínur í Menntaskólanum á Akureyri hugmynd í tengslum við lokaverkefni í uppeldisfræði. Hugmyndin hefur síðan verið í stöðugri þróun og er nú orðin að fyrirtækinu Cuddle-Me sem framleiðir samfellur sem bæði kenna foreldrum ungbarnanudd og minna þá á að nýta sér það. Fæðingarsaga fyrirtækisins hefur verið sannkölluð rússíbanareið með ungar konur í fararbroddi sem láta ekkert stoppa sig. Vinkonurnar Una Guðlaug og Valdís Ösp […]

Fimmtudagur 30.07.2015 - 23:58

Hakkar Ikea húsgögn í Malasíu!

Hún kallar sig Jules Yap eftir Jules stólunum frá Ikea. Hún býr í Malasíu og rekur heimasíðu sem byggir alfarið á Ikea húsgögnum frá Svíþjóð. „Á vordögum 2006 var ég í tiltektarhug og í þeim tilgangi leitaði ég á internetinu að sniðugum leiðum til þess að breyta Ikea húsgögnum. Leitin skilaði ótrúlegum árangri enda aragrúi af allskonar sniðugum hugmyndum á floti um veraldarvefinn. Datt mér þá í hug að sameina þessar hugmyndir […]

Föstudagur 17.07.2015 - 08:35

Birna Bryndís: „Ég er farin að hlakka til að mæta í snjó og dimmu“

Birna Bryndís Þorkellsdóttir hefur stundað Áform undanfarna mánuði. Hún mælir hiklaust með þessum hópi fyrir alla sem vilja byrja að hreyfa sig en henni finnst hópeflið og jákvæðinin í loftinu það besta við æfingarnar. 1) Hversvegna valdir þú áform?  Vinkona mín var byrjuð að mæta og hvatti mig til að prufa. Ég var nú ekkert viss í fyrstu út af tímasetningunni og hafði satt að segja aldrei prufað að æfa […]

Mánudagur 06.07.2015 - 15:20

Ókeypis jógatímar út um allan bæ!

1) Hvað er Pop-Up Yoga Reykjavík?  Pop Up Yoga eru jógatímar fyrir alla sem poppa up hér og þar á hinum ýmsu tímum. Hugmyndin er að geta gert jóga hvar og hvenær sem er. Það þarf ekki endilega jógasal, jógadýnu eða sérstakan galla. Pop Up Yoga er fyrir okkur tilraun til þess að gera jóga hluta af hversdeginum og daglegu umhverfi. Þannig vonumst við til að fleiri fái tækifæri til […]

Fimmtudagur 28.05.2015 - 20:20

Heiða Kristín:„Strætó er ekki hryllingur þó margt megi laga“

Bíllaus lífstíll á Íslandi getur reynst þrautinni þyngri í amstri dagsins en sífellt fleiri velja sér þó að leggja bílnum og notast frekar við almenningssamgöngur, hjól eða fætur. Heiða Kristín Helgadóttir, sjónvarpskona, hefur nú lifað bíllausum lífstíl í rúman mánuðu. Hún á tvo drengi á grunnskólaaldri, býr í Vesturbænum ásamt eiginmanni og starfar á 365 miðlum í Skaftahlíð. Heiða Kristín svarar hér nokkrum spurningum varðandi þetta nýja lífsmynstur. 1. Afhverju bíllaus […]