Færslur fyrir flokkinn ‘Gjafir’

Mánudagur 01.02.2016 - 22:47

Núna er tíminn til þess að útbúa öskudagsbúninga!

Í næstu viku er sjálfur öskudagurinn. Dagur sem mörg börn bíða spennt eftir og sömuleiðis dagur sem þau fara mörg út fyrir kassann sinn. Leikfangabúðir keppast við að senda glansbæklinga í hús með úrval af grímubúningum en oft er það nú þannig að þessir heimagerðu eru bæði frumlegastir og flottastir! Margir foreldrar kannast við kvíðahnútinn og spennuna sem fylgir því að redda grímubúningnum á síðustu stundu en ef þú byrjar […]

Fimmtudagur 14.01.2016 - 20:59

Búðu til þinn eigin límmiða

1. Þú þarft glært límband, krukku eða kerti, pappír, prentara, skæri og frostpinnaspýtu. 2. Byrjið á að velja fallega mynd úr albúminu til að prenta í prentara. Prentið í hæfilegri stærð og klippið út. Límið svo með glæru límbandi yfir myndina. 3. Nuddið með frostpinnaspýtunni yfir límbandið svo prentsvertan þrýstist inní límbandið. 4. Leggið myndina í volgt vatn í 2-3 mínútur 5. Nuddið pappírinn af límbandinu milli þumalputta og vísifingurs. […]

Fimmtudagur 20.08.2015 - 21:57

Flippaðar skólatöskur!

Nú þegar yngra fólkið flykkist aftur í skólana er ekki úr vegi að skoða aðeins úrvalið í bakpokum fyrir veturinn. Eitt er víst, það er af nógu að taka og ansi margir sem fara út fyrir kassann þegar kemur að því að velja sér skólatösku eða bakpoka.

Þriðjudagur 04.08.2015 - 15:59

„hæ, ég bjó þetta til, hvað finnst þér?“

Árið 2005 fengu þrjár 19 ára stúdínur í Menntaskólanum á Akureyri hugmynd í tengslum við lokaverkefni í uppeldisfræði. Hugmyndin hefur síðan verið í stöðugri þróun og er nú orðin að fyrirtækinu Cuddle-Me sem framleiðir samfellur sem bæði kenna foreldrum ungbarnanudd og minna þá á að nýta sér það. Fæðingarsaga fyrirtækisins hefur verið sannkölluð rússíbanareið með ungar konur í fararbroddi sem láta ekkert stoppa sig. Vinkonurnar Una Guðlaug og Valdís Ösp […]

Mánudagur 22.06.2015 - 15:56

Alda Björk: Litar sig út úr kvíðanum

Í rúm 13 ár hefur Alda Björk Guðmundsdóttir glímt við kvíða sem hún hefur reynt ýmislegt við. Nýlega fann hún svo „tæki“ sem henni finnst nýtast sérstaklega vel til þess að stilla kvíðaeinkennin í hóf. Tækið er mögulega ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug við kvíða enda er hér um að ræða litabók fyrir fullorðna. „Kvíðinn minn er oftast félagslegur en getur tengst mörgu öðru líka t.d. myrkri, […]

Miðvikudagur 27.05.2015 - 22:23

Smáatriðin fyrir sumarpartýið!

Smáatriði geta sett punktinn yfir i-ið og myndað skemmtilega stemmningu með lítilli fyrirhöfn við hin ýmsu tilefni. Einföldustu boð geta orðið að glæsilegum og eftirminnilgum veislum ef gestgjafinn hefur gefið sér tíma til þess að nostra við litlu hlutina. Á sumrin höldum við gjarnan fleiri veislur en að vetrarlagi t.d. brúðkaupsveislur, sumarboð og garðpartý. Þó svo að veðrið vinni ekki alltaf með okkur hérlendis má samt skapa bráðskemmtilega sumarstemmningu með glaðlegum og […]

Miðvikudagur 20.05.2015 - 22:27

Hvað þrá Íslendingar í útlöndum?

Þrátt fyrir að helstu nauðsynjar sem og algengar gerviþarfir séu aðgengilegar á nánast hverju götuhorni í heiminum eru nokkrir hlutir sem Íslendingar í útlöndum óska oft eftir ef tækifæri gefst. Út fyrir kassann gerði stutta könnun og birtir hér niðurstöður sínar: 1) Smjörvi 2) Gammeldags lakkrís 3) Ópal 4) Fiskibollur í dós 5) Íslenskt vatn 6) Maggý kjötkraftur 7) Síríus súkkulaði 8) Malt og appelsín 9) Ora baunir 10) Lambakjöt […]

Mánudagur 22.12.2014 - 12:46

Jólahefðir vs þægindaramminn

Jólahefðir eru í hávegum hafðar yfir hátíðirnar á Íslandi, sem er gott. En á þessum miðli er fyrst og fremst fjallað um hvernig fara megi út fyrir kassann og þá er rétt að minna á að hefðir eru yfirleitt fyrir innan þægindarammann okkar. Jólin eiga að vera kósý og notaleg en það getur sannarlega flikkað uppá þau að breyta hefðunum eða búa til nýjar. Hér er þó alls ekki farið […]

Sunnudagur 21.12.2014 - 13:00

Matarmarkaðurinn Krás í dag

Matarmarkaðurinn Krás hefst kl 14.00 í Fógetagarðinum í dag. Þar leiða saman hesta sína margir af þekktustu kokkum af fínustu veitingahúsum og aðrir sem þekktir eru fyrir einfaldan götumat og búa til sína útgáfu af götumat. Í Fógetagarðinum er tilvalið að setjast niður með rósavíns eða freyðivínsflösku, ganga svo á milli bása og kokka og smakka það sem upp á er boðið njóta og deila hver með öðrum. Hér má finna helstu […]

Mánudagur 15.12.2014 - 13:07

Ljótikór sendir kveðjur

Á facebook síðunni „Jólakveðjur til starfsfólks Landspítalans“ má finna skemmtilega jólakveðju sem kórinn „Ljótikór“ sendi starfsfólki Landspítalans á dögunum. Ljótikór var stofnaður með það mark­mið í huga að færa út hefðbundn­ar hug­mynd­ir um kór­starf; að vinna á skap­andi og lýðræðis­leg­an hátt, bæði með efn­is­val, út­setn­ing­ar og flutn­ing þannig að upp­lif­un áhorf­anda yrði ekki ein­göngu að hlusta á vel flutta tónlist, held­ur kæmu líka til sjón­ræn­ir þætt­ir, leik­ræn­ir og jafn­vel höfðaði […]