Færslur fyrir flokkinn ‘Matargerð’

Mánudagur 23.05.2016 - 11:56

Úr skurðlækningum og hagfræði í sætabrauð og sælkerarétti

Læknirinn Martina Nardini og hagfræðingurinn Rakel Eva Sævarsdóttir reka ásamt eiginmönnum sínum veitingastaðinn Borðið sem opnaði nýlega við Ægisíðu. Vinkonurnar undu kvæði sínu í kross fyrir tæpu ári síðan, hættu í fyrri störfum og pæla nú í sætabrauði og sælkeraréttum allan liðlangan daginn. Veitingastaðurinn Borðið opnaði fyrir rúmum mánuði og var staðnum ætlað að mæta eigin þörfum Martinu og Rakelar Evu þ.e. elda hollan og góðan sælkeramat fyrir upptekið fólk […]

Föstudagur 29.01.2016 - 12:46

Breytir lofti í vatn!

Fontus er lítið tæki sem hannað er fyrir reiðhjól og getur breytt lofti í vatn fyrir þyrst hjólreiðarfólk. Aftur á móti er hér á ferðinni tækni sem getur ekki bara breytt þægindum hjólreiðafólks heldur mögulega lífsgæðum heilu þjóðflokkanna. Fontus getur framleitt allt að 0,5 lítra á 1 klukkustund.  Svona virkar það: 1. Rakt loft flæðir inn í tækið og snertir þar yfirborð sem hrindir frá sér raka. Yfirborðið breytir rakanum í eiginlega dropa. […]

Mánudagur 25.01.2016 - 23:50

10 ráð til þess að láta mat endast lengur

Janúar er góður mánuður til þess að byrja eitthvað nýtt. Nýjan lífstíl, nýja vinnu, nýja líkamsrækt, nýja klippingu, eða… nýjar venjur til þess að varðveita mat betur! Hér koma nokkur ráð sem nýtast við hið síðast nefnda: 1. Ef þú setur fersk ber beint í vatn með smá ediki út í (hlutföllin 1:10) þá endast berin miklu lengur fersk. Heltu vatninu af berjunum eftir ca 5 mínútur. 2. Ferskar kryddjurtir geymst mjög […]

Föstudagur 15.01.2016 - 22:36

Hvora pylsuna er alls ekki hægt að borða?

Hægt er að borða aðra pylsuna í þessu myndbandi en hina ekki. Hvor heldur þú að sé ætileg og hversvegna er hin það ekki? Howard Lee er teiknari sem hefur sérhæft sig í þrívíddarteikningu með ótrúlegum hætti. Með því er virðist „einfaldri“ teikningu býr hann til skemmtilegar þrívíddarbrellur sem virðast töfrum líkast. Til dæmis sker hann hér af sér þumalfingurinn! Eða hvað? Og býr sér til Snickers stykki! Annað eggið er brothætt, hitt […]

Þriðjudagur 18.08.2015 - 22:13

Hendir þú mat?

Ef svarið er já, ættir þú að velta þessum staðreyndum fyrir þér: * 33% af öllum mat heimsins er sóað * Virði matvælis sem er hent á ársgrundvelli eru 750 milljarðar dollara * 40% af öllum framleiddum mat í Bandaríkjunum er hent. * 10% gróðurhúsalofttegunda koma frá rotnun matar * 40% af matarafgöngum heimila sem er hent eru ávextir og grænmeti * 100 milljón tonnum af mat er hent árlega […]

Mánudagur 10.08.2015 - 11:08

Hvatvís og ævintýragjörn

Parið Hulda Björg Jónsdóttir og Arnþór Stefánsson tóku nýlega u-beygju í daglegu lífi sínu. Arnþór sagði upp sínu fasta starfi og settu þau krafta sína í að byggja upp fyrirtæki sem nú hefur hafið veitngarekstur í litlum vagni við Lækjargötu. Það er hugrakkt og stórt skref fyrir ungt barnafólk í föstum störfum að henda sér útí djúpu laugina og ráðst í áður óþekktan rekstur. „Já, ætli ég myndi ekki telja […]

Föstudagur 07.08.2015 - 15:52

Átt þú þér draum um að opna veitingastað?

Margir ganga með hugmynd að veitingastað í kollinum þó ekki komi alltaf til framkvæmda. Hversvegna er ekki til veitingarstaður sem selur lasangað hennar ömmu? Nú, eða fiskibollurnar hans pabba? Veitingarekstur í vögnum býður uppá einfaldan og sérhæfðan rekstur þar sem slíkar hugmyndir gætu átt heima. Ef þér vantar innblástur gæti kvikmyndin The Chef mögulega skilið eftir sig örlagaríkar hugmyndir í kollinum þínum. „The Chef“ fjallar um kokk sem missir vinnuna […]

Miðvikudagur 29.07.2015 - 13:09

Sjö hugmyndir að því hvernig þú getur fengið barnið þitt til þess að borða meira!

Okkur gengur misvel að koma mat ofaní börnin okkar. Stundum er hvattning algjörlega óþörf, í öðrum tilfellum hafa börn takmarkaðan áhuga né löngun í mat. Matartíminn getur orðið eilíft ströggl og foreldrar hafa tileinkað sér mismuandi aðferðir og tækni til þess að gera þennan tíma sem bærilegastan með sem bestum árangri. Ein leið sem hægt er að fara er að gera matinn „skemmtilegri“. 1) Hægt er að útbúa fígúrur úr allskonar mat […]

Laugardagur 25.07.2015 - 15:21

Hræðilega girnilegt beikonpæ!

Stefnir þú á egg og beikon í fyrramálið? Afhverju ekki að breyta aðeins til og smella í eitt beikon/osta pæ? Þessi uppskrift tekur stuttan tíma í undirbúningi en langan tíma í ofni. Það er því ekkert til fyrirstöðu að raða pæinu saman í kvöld og smella því svo í ofninn í fyrramálið. Það er enginn að fara að grennast eftir þennan morgunverð en hann er svakalega hentugur fyrir hádegisboðið, við þynnkunni […]

Fimmtudagur 23.07.2015 - 10:15

Tré með 40 mismunandi ávöxtum

Listamaðurinn og prófessorinn Sam Van Aken hefur um áralangt skeið unnið að því að rækta og græða saman  ávaxtatré úr 40 mismunandi ávaxtatrjám. Tréð sameinar bæði list og vísindi Van Aken því ekki er það bara ótrúlega falleg sýn heldur vísindalegt kraftaverk. Vinnan er mikið þolinmæðisverk og tekur til að mynda þrjú ár að rækta hvern stofn fyrir sig áður en hann er græddur á undratréð. Við ræktunina sker Van Aken grein af […]