Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 14.09.2016 - 14:07

Flatey er ávanabindandi

Vinkonurnar Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir (Jósa) og Hera Sigurðardóttir hafa verið samstarfsfélagar til margra ára á sumrin við Hótel Flatey. Þær segja Flatey vera orkustöð sem endurnýjar þær á hverju sumri og að þær séu orðnar háðar samlífinu þar við menn og dýr. Í gær lokuðu þær hótelinu að sinni og náðist tal af þeim á leið til Reykjavíkur. Blaðamaður spyr: Hversvegna Flatey stelpur? Þær svara í kór: „Hefur þú ekki […]

Mánudagur 22.08.2016 - 18:40

Skautabani í hjólaskautaati

 Fyrir fjórum árum fékk Eyrún Þóra Guðmundsdóttir í hendur kynningarefni um Hjólaskautaat (Roller derby)á Íslandi. Hjólaskautaat er jaðaríþrótt sem hefur á undanförnum áratugum verið að ryðja sér til rúms úti í heimi. Eyrún Þóra ákvað að slá til og mætti á æfingu ásamt vinkonum sínum. Hún kolféll fyrir sportinu og hefur stundað það af kappi síðan. Eyrún Þóra Guðmundsdóttir er 25 ára þjóðfræðinemi og starfar sem landvörður í Skaftafelli í […]

Mánudagur 11.07.2016 - 15:20

Í viðtal fyrir augum margra milljóna í Kína

Eitt af því merkilegasta sem María Perla Breiðfjörð upplifði á EM í Frakklandi var áhuginn og athyglin sem aðrar þjóðir sýndu Íslandi. Hún segist hafa verið stoppuð af ókunnugum þar sem hún skartaði íslensku landsliðstreyjunni og hafi lent í sjónvarpsviðtali á stórri kínverskri sjónvarpsstöð. Hin tólf ára gamla María Perla Breiðfjörð datt heldur betur í lukkupottinn þegar pabbi hennar bauð henni óvænt á EM í Frakklandi. Maríu fannst ferðin stórkostleg […]

Þriðjudagur 07.06.2016 - 11:47

Skilur ekki hvernig tónlistin fannst

Hljómsveitina Asdfhg skipa þau Steinunn Jónsdóttir og Orri Úlfarsson. Samstarf þeirra hófst eftir að hljómsveitin hafði þegar unnið til verðlauna og hið undarlega nafn hljómsveitarinnar er tilkomið af einskærri tilviljun. Orri sagði blaðamanni betur frá hljómsveitinni sem er að slá rækilega í gegn hjá tónlistarsenunni hérlendis. Steinunn og Orri eru nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð en þau hafa bæði lagt stund á tónlistarnám og grúskað ýmislegt í tengslum við tónsmíði. […]

Mánudagur 11.04.2016 - 14:53

  „Erfitt að tala fyrir alvöru fólk “

Þrátt fyrir ungan aldur á Grettir Valsson,14 ára, lengri leikferil að baki en margur atvinnuleikarinn. Grettir hefur leikið í uppfærslum leikhúsanna frá því hann var átta ára gamall auk þess sem hann hefur ljáð óteljandi sjónvarpsþáttum og bíómyndum rödd sína. Gretti finnst allt skemmtilegt í tengslum við leiklistina og stefnir á að starfa sem leikari í framtíðinni.  Frábær félagsskapur í leikhúsinu Pabbi Grettis er leikari og mamma hans er leikmyndahönnuður. […]

Þriðjudagur 29.03.2016 - 09:36

Vill skapa eitthvað sem enginn hefur séð áður

Brimrún Birta Friðþjófsdóttir er ung og efnileg listakona, alin upp á Rifi og stundar nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Undanfarið hefur Brimrún hlotið lof og athygli fyrir myndirnar sínar. Við listina notast Brimrún við vatnsliti en vinnur svo vatnslitamyndirnar sínar í myndvinnsluforriti í tölvu. Brimrún teiknar helst sterkar kvenfígúrur og er meðvituð um að þær séu allar ólíkar líkt og konur almennt. Margar litlar hugmyndir Brimrún er hógvær og hugsar sig […]

Föstudagur 18.03.2016 - 11:02

Er hættulegt að fara í andaglas?

Andaglas er eins konar leikur/spil sem sumir telja að sé yfirnáttúruleg leið til að ná sambandi við anda, drauga eða látnar sálir. Spilaborðið er frekar stórt og sýnir stafrófið. Ofan á borðið er sett tómt glas sem er látið snúa á hvolf. Þátttakendur tylla vísifingri ofan á glasið. Því næst spyrja þátttakendur upphátt: „Er andi í glasinu?“ Sagt er að sé andi í glasinu hreyfist það eftir spilaborðinu og andinn […]

Föstudagur 18.03.2016 - 10:27

Guðrún Ósk: „Ákveðin í að flytja burt og koma aldrei aftur“

Vinkonurnar Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og Guðrún Ósk Gunnarsdóttir búa á Höfn í Hornafirði. Sigríður Þórunn er ný útskrifuð úr Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu og Guðrún lýkur námi þaðan í vor. Fyrir ári síðan kom Guðrún út úr skápnum sem lesbía en vinkonurnar segja það mikil tíðindi í litlu sjávarþorpi eins og Hornafirði. Vildi gefa öðrum samkynhneigðum fyrirmynd „Ég kom út úr skápnum með það í huga að þá væri þetta […]

Þriðjudagur 15.03.2016 - 16:18

„Hjálpar ekki neitt að vera stressaður“

Í apríl verður leikverkið Made in children frumsýnt í Borgarleikhúsinu en verkið er eins og titillinn gefur til kynna búið til af börnum í samstarfi við leikstjórnendur. Einnig fara börn með öll hlutverk verksins. MatthildurBjörnsdóttir (12 ára) og Jörundur Orrason (10 ára) tilheyra leikhópnum sem samanstendur af tíu börnum á aldrinum 8 til 12 ára. Þau segja sköpun verksins mjög skemmtilegt ferli og að þau séu farin að hlakka til […]

Föstudagur 04.03.2016 - 11:44

9 ára og æfir klukkan 06.00 á morgnana

Emma Björt Arnarsdóttir stefnir á atvinnumennsku í fótbolta þegar hún verður fullorðin og er strax farin að leggja grunn að farsælum ferli. Hún lauk nýverið við fótboltanámskeið sem hófst kl 06.00 á morgnana auk þess sem hún hefur fengið að mæta á æfingar með stelpum í eldri flokkum. Emma segir mikilvægt að hugsa vel um heilsuna og hafa gaman að fótboltanum.  Móðir Emmu hlær nú bara þegar hún er spurð […]