Færslur fyrir flokkinn ‘Sjálfsmynd’

Þriðjudagur 21.06.2016 - 20:25

Erfitt að sjá aðra þjást

Tara Ösp Tjörvadóttir

Síðastliðið haust breyttist líf Töru Tjörvadóttur til hins betra þegar hún opnaði sig um eigin fordóma gagnvart þunglyndinu sem hún hafði barist við í ellefu ár. Síðan hefur hún hrundið af stað ótal verkefnum sem öll miða að því sama þ.e. að uppræta fordóma í garð geðsjúkdóma. „Þetta byrjar í rauninni í lok september á síðasta ári þegar ég var sjálf búin að vera að berjast við eigin fordóma gegn […]

Þriðjudagur 17.05.2016 - 11:30

Uppistand frátekið fyrir kárara og fyndnara fólk

_8SJ5700

Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir situr aldrei auðum höndum. Nýjasta bók hennar „Á rúmstokknum“ var að koma sjóðandi heit í verslanir en hana gaf hún út sjálf og fjármagnaði útgáfuna með uppistandi um það þegar hún sjálf var að uppgötva sig sem kynveru. „Bókin, „Á rúmstokknum“ er svona ekta bók sem á heima á kaffistofunni á vinnustöðum eða í sumarbústaðnum. Bókina má lesa upphátt fyrir hvort annað en hún er tilvalin […]

Miðvikudagur 03.02.2016 - 23:03

„Fokk, ég er pabbi!“

Ragnar Hansson, pabbi

Um þessar mundir fer af stað röð örnámskeiða sem öllum er ætlað að fjalla um foreldrahlutverkið og afmörkuð verkefni þess. Eitt af þessum örnámskeiðum er sérstaklega ætlað nýbökuðum og verðandi feðrum. Ragnar Hansson, þriggja barna faðir og leikstjóri kennir námskeiðið sem hann nefnir „Fokk, ég er pabbi!“ 1. Hvers vegna pabbanámskeið?  Það er ekki til stærra skref í lífinu en að gerast foreldri. Þrátt fyrir það krefst foreldrahlutverkið ekki neina […]

Mánudagur 24.08.2015 - 23:52

„Ahhhh… hvar er stofan mín?! “

MH_nýnemar

Það er stórt skref að byrja í menntaskóla. Alvaran tekur við og kröfurnar verða meiri. Margir nýnemar með eftirvæntingar- og kvíðahnút í maganum tóku sæti á skólabekkjum menntaskólanna í vikunni. Þar á meðal voru Gunnhildur Lovísa Snorradóttir og Hekla Baldursdóttir. Stelpurnar voru sérlega jákvæðar eftir fyrstu tvo dagana í nýjum skóla og fullar tilhlökkunar fyrir komandi misserum. „Við höfum þekkst frá því á fyrsta ári í grunnskóla og vorum báðar […]

Föstudagur 14.08.2015 - 15:30

„Hjálpuðu mér við að opna mig“

1

Kristín Sesselía Einarsdóttir er 15 ára og hefur nokkrum sinnum tekið þátt í Rokkbúðum á vegum Stelpur Rokka. Hún efast um að án þessa verkefnis væri hún jafn mikið í tónlist og raunin er í dag. Lesa má meira um Stelpur Rokka í helgar DV sem kom út í dag! 1) Hversvegna tókst þú þátt í Rokkbúðunum? „Af því að ég hafði mjög mikinn áhuga á tónlist og langaði að […]

Mánudagur 27.07.2015 - 09:19

Spunaæði á Íslandi

spunahopur2015-2

Um þessar mundir ríður yfir mikið spunaæði á Íslandi. Rekja má æðið til Dóru Jóhannsdóttur, leikkonu en hún heillaðist af leikspuna þegar hún var heimavinnandi húsmóðir í New York. Dóra segir tæknina flókna en heimspekina að baki henni ótrúlega heillandi. Heimavinnandi húsmóðir Dóra hafði starfað sem leikkona á Íslandi í sjö ár þegar manninum hennar, Jörundi Ragnarssyni, langaði að stíga út fyrir þægindarammann og fara í nám við Colombia háskólann […]

Miðvikudagur 22.07.2015 - 23:25

Stenslar og litasprey í hár!

Batman

Klipping getur reynst sumum börnum skref út fyrir þægindarammann. Þá geta verðlaun komið sér  vel og oft eru þau af óhollari endanum. Á hárgreiðslustofunni Klapparstíg er farið óhefðbundnar leiðir þegar kemur að slíkum verðlaunum en þar er notast við litasprey og stensla til þess að skreyta nýklippta hausa. Einfalt, skemmtilegt og mjög flott!            

Mánudagur 20.07.2015 - 11:14

Ókeypis líkamsrækt fyrir alla

Rakel Eva forsprakki

Áform er grasrótarhreyfing sem býður uppá ókeypis líkamsrækt fyrir alla sem vilja taka skrefið út fyrir kassann í tengslum við hreyfingu. Forsprakki og yfirþjálfari Áforms er Rakel Eva Sævarsdóttir en hún kynntist sambærilegum hópi þegar hún var búsett í Boston fyrir nokkrum árum. Orkuboltinn Rakel Eva Sævarsdóttir hefur haldið úti Áforms-æfingum alla miðvikudags- og föstudagsmorgna í heilt ár. Hún segir Áform vera samfélagshóp sem fer óhefðbundnar leiðir, kort í ræktina […]

Mánudagur 13.07.2015 - 18:16

„Útfarir eru pínu út fyrir kassann minn“

Bjarni Snæbjörnsson

Hann er leikari, kennari og athafnarstjóri með BA próf í ensku svo eitthvað sé nefnt. Fjölhæfur, fyndinn og fallegur er hann líka og rausnarlegur því Bjarni Snæbjörnsson gefur blaðamanni og lesendum DV tíma til viðtals á þrítugasta og sjöunda afmælisdegi sínum. Viðtalsefnið er fyrst og fremst starf hans sem athafnarstjóri hjá Siðmennt þar sem hann hefur réttindi til þess að stýra athöfnum á borð við giftingar, nafngiftir, fermingar og útfarir. […]

Fimmtudagur 09.07.2015 - 22:55

Heyrnartól við ritstíflu

Taking action on ideas is ruled by three aspects of the mind, 29 January 2007.

Ertu að leita að ferskum hugmyndum? Ertu með ritstíflu eða vantar innblástur fyrir komandi verkefni? Öllum hættir til að festast í ákveðnu hugsunarmynstri og nálgast verkefnin sem bíða frá degi til dags með svipuðum hætti. Meira að segja fólk sem vinnur við hugmyndarvinnu og sköpun getur tileinkað sér ákveðnar aðferðir við að framkalla verk sín sem leiðir að sér stöðnun sem getur hamlað frekari sköpun. Þetta myndband gæti haft áhrif á […]