Mánudagur 23.05.2016 - 11:56

Úr skurðlækningum og hagfræði í sætabrauð og sælkerarétti

Læknirinn Martina Nardini og hagfræðingurinn Rakel Eva Sævarsdóttir reka ásamt eiginmönnum sínum veitingastaðinn Borðið sem opnaði nýlega við Ægisíðu. Vinkonurnar undu kvæði sínu í kross fyrir tæpu ári síðan, hættu í fyrri störfum og pæla nú í sætabrauði og sælkeraréttum allan liðlangan daginn. Veitingastaðurinn Borðið opnaði fyrir rúmum mánuði og var staðnum ætlað að mæta eigin þörfum Martinu og Rakelar Evu þ.e. elda hollan og góðan sælkeramat fyrir upptekið fólk […]

Uppistand frátekið fyrir kárara og fyndnara fólk

Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir situr aldrei auðum höndum. Nýjasta bók hennar „Á rúmstokknum“ var að koma sjóðandi heit í verslanir en hana gaf hún út sjálf og fjármagnaði útgáfuna með uppistandi um það þegar hún sjálf var að uppgötva sig sem kynveru. „Bókin, „Á rúmstokknum“ er svona ekta bók sem á heima á kaffistofunni á vinnustöðum eða í sumarbústaðnum. Bókina má lesa upphátt fyrir hvort annað en hún er tilvalin […]

„Kynslóðirnar þurfa að hanga miklu meira saman“

„Ég hafði samband við Félag eldri borgara í Reykjavík þegar ég var í fæðingarorlofi og bauð fram krafta mína ef þau vildu liðsinni við einhver verkefni. Sjálf óska ég þess að til væri „félag verðandi eldri borgara“, ég væri sko pottþétt í því! Ég stefni nefnilega að því að verða mjög langlíf. Það er líka mikilvægt að við umgöngumst öll sem fjölbreyttast fólk, það er betra fyrir umburðarlyndið og víðsýnina […]

Körfuboltastjarna úr Hveragerði á fullum skólastyrk í New York

Körfuboltastelpan, Dagný Lísa Davíðsdóttir er 19 ára Hvergerðingur sem hefur undanfarin tvö ár verið búsett í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám í menntaskóla, býr á heimavist og spilar körfubolta. Hún segir reynsluna mjög dýrmæta og draumi líkust. Spilaði með strákunum Þegar Dagný Lísa var sex ára gömul byrjaði hún að æfa körfubolta með Hamri í Hveragerði. Með árunum flosnaði uppúr kvennaliðinu og þegar hún var komin í 6. bekk […]

Mánudagur 25.04.2016 - 15:59 - Ummæli ()

13 ára fréttakona

Nú stendur yfir Barnamenningarhátíð sem hefur undið uppá sig og skapað sér stóran sess í menningarlífi Íslendinga á undanförnum árum. Margir hafa í nægu að snúast í tengslum við hátíðina en þar á meðal er fréttakonan Þórdís Ólafsdóttir sem sér um að segja fréttir af hátíðinni í gegnum KrakkaRúv. Þórdís Ólafsdóttir er þrettán ára gömul og stundar nám í Norðlingaskóla. Samhliða námi æfir hún dans og selló, það gefur því […]

Miðvikudagur 20.04.2016 - 20:08 - Ummæli ()

„Engin að halda kjafti og vera sæt“

Um þessar mundir vinna vinkonurnar Rósa Björk Bergþórsdóttir og María Lilja Þrastardóttir að bók með raunverulegum ástarsögum íslenskra nútímakvenna. Bókin er væntanleg í byrjun sumars og er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á ástinni. „Við erum ekki komnar með nafn á bókina en vinnuheitið er ástarsögur íslenskra nútímakvenna. Ekki sögur af ástarmálum langalangömmu þinnar heldur ástarsögur kvenna sem geta fundið út úr því að senda okkur mail. Þannig skilgreinum […]

Miðvikudagur 13.04.2016 - 11:58 - Ummæli ()

11 ára og æfir 21 klukkustund á viku

Það gustar krafur af afreksíþróttastelpunni Guðrúnu Eddu Harðardóttur sem einnig ber með sér mikla og jarðtengda ró. Þrátt fyrir ungan aldur mætir Guðrún Edda á fimleikaæfingar í 21 klukkustund á viku. Hún setur markið hátt og finnst fátt jafn skemmtilegt og að ná markmiðum sínum. „Mér finnst rosalega gaman að æfa fimleika og þá sérstaklega þegar ég læri eitthvað nýtt og byrja að keppa með það. Til dæmis ef ég […]

Mánudagur 11.04.2016 - 14:53 - Ummæli ()

  „Erfitt að tala fyrir alvöru fólk “

Þrátt fyrir ungan aldur á Grettir Valsson,14 ára, lengri leikferil að baki en margur atvinnuleikarinn. Grettir hefur leikið í uppfærslum leikhúsanna frá því hann var átta ára gamall auk þess sem hann hefur ljáð óteljandi sjónvarpsþáttum og bíómyndum rödd sína. Gretti finnst allt skemmtilegt í tengslum við leiklistina og stefnir á að starfa sem leikari í framtíðinni.  Frábær félagsskapur í leikhúsinu Pabbi Grettis er leikari og mamma hans er leikmyndahönnuður. […]

Mánudagur 04.04.2016 - 22:42 - Ummæli ()

Daníel Gauti Georgsson: „Heimurinn er hlaupabrautin“

Íþróttir spila oft stóra rullu í félagslífi ungra drengja og þá helst fótbolti eða aðrar boltagreinar. Þeir sem ekki finna sig í þessum klassísku íþróttagreinum geta átt undir höggi að sækja þegar hreyfing er annars vegar. Daníel Gauti Georgsson kannast við framangreint enda höfðuðu íþróttir ekki til hans á hans yngri árum. Aftur á móti vatt hann kvæði sínu í kross fyrir nokkrum misserum og fann ástríðu sína í útihlaupum. […]

Þriðjudagur 29.03.2016 - 09:36 - Ummæli ()

Vill skapa eitthvað sem enginn hefur séð áður

Brimrún Birta Friðþjófsdóttir er ung og efnileg listakona, alin upp á Rifi og stundar nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Undanfarið hefur Brimrún hlotið lof og athygli fyrir myndirnar sínar. Við listina notast Brimrún við vatnsliti en vinnur svo vatnslitamyndirnar sínar í myndvinnsluforriti í tölvu. Brimrún teiknar helst sterkar kvenfígúrur og er meðvituð um að þær séu allar ólíkar líkt og konur almennt. Margar litlar hugmyndir Brimrún er hógvær og hugsar sig […]