Um okkur

KT_pressanKristín Tómasdóttir, rithöfundur mun annast nýja undirsíðu á Pressunni sem nefnist “ÚT FYRIR KASSANN”.

Kristín hefur á undanförnum árum skrifað bækurnar Stelpur (2010), Stelpur A-Ö (2011), Stelpur geta allt (2012) og Strákar (2013) en þær eiga það allar sameiginlegt að fjalla um þætti sem geta haft mótandi áhrif á sjálfsmynd unglinga. Kristín er með BA-próf í sálfræði og kynjafræði. Kristín, ásamt Bjarna Fritzsyni (kollega sínum og meðhöfundi að bókinni Strákar) hefur staðið fyrir sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir börn og unglinga sem nefnast einmitt “Út fyrir kassann” en þar er lögð megin áhersla á að hvetja börn og unglinga til þess að stíga út fyrir kassann sinn í þeim tilgangi að styrkja sjálfsmynd sína. Kristín og Bjarni reka í dag saman fyrirtækið „Út fyrir kassann“.  Nú höfðar Kristín til breiðari markhóps og leggur hér á Pressunni til leiðir sem fólk getur farið í ýmsum tilgangi til þess að stíga út fyrir þægindarammann sinn.