Færslur fyrir maí, 2011

Laugardagur 28.05 2011 - 00:20

Þorsteinn Pálsson er ekki á leið aftur í pólitík en er svartsýnn: Þarf hófsemdarstjórn miðju- og hægriafla

Þú varðst ungur maður formaður stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar og forsætisráðherra, hættir stjórnmálaafskiptum og varðst sendiherra, en ert nú aftur orðinn mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni. Ólgar pólitískur eldur enn í þínum æðum? Nei. Ég hef frekar hlotið ámæli fyrir að vera rólegur í tíðinni. Sendiherrastarfið fannst mér um margt gefandi. Það var líka hollt að horfa […]

Laugardagur 21.05 2011 - 00:11

Össur Skarphéðinsson segir bláþræðina oft býsna sterka: „Heimurinn ferst ekki þó það komi önnur ríkisstjórn“

Það hljómar kannski klisjukennt en þessari ríkisstjórn hefur lengi verið spáð falli og hún sögð hanga á bláþræði eftir brotthlaup nokkurra stjórnarliða. Hangir þetta saman að þínu mati, jafnvel út kjörtímabilið? Bláþræðirnir eru oft býsna sterkir. Mig minnir að viðreisnarstjórnin hafi setið heilt kjörtímabil með eins manns meirihluta og þótti bara nokkuð seig. Svo ég […]

Föstudagur 13.05 2011 - 22:37

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group: „Ferðamennskan verður okkar mikilvægasta atvinnugrein“

Þú komst með nokkuð óvæntum hætti inn í fluggeirann og hefur stýrt Icelandair Group í gegnum efnahagshrun á Íslandi, eigendaskipti og miklar sviptingar. Hvernig finnst þér hafa til tekist á þessum tima? Ég hóf störf hjá þessu félagi um miðjan janúar 2008. Þá þegar voru komin ákveðin merki um að fjármögnun gæti reynst erfiðari og […]

Laugardagur 07.05 2011 - 08:06

Ögmundur Jónasson um stjórnarsamstarfið og deilurnar í VG: „Að sjálfsögðu hefur flokkurinn verið klofinn“

Skoðanakannanir sýna minnkandi stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Þrír þingmenn hafa yfirgefið þingflokk Vinstri grænna, en einn þingmaður gengið til liðs við ykkur. Meirihlutinn hangir á bláþræði. Mun ríkisstjórnin halda út kjörtímabilið að þínu viti, eða væri nær að rjúfa þing og boða til kosninga? Ég er ekki á því að rjúfa eigi þing og […]